Færsluflokkur: Bloggar

Löngu tímabær tvöföldun Reykjanesbrautar

Tvöföldun brautarinnar var lofuð miklu fyrr. Nú eiga breytingar að taka 5-6 ár ef fjármagn er fyrir hendi. Hér er um eina arðbærustu vegaumbætur að ræða. Heppni er að ekki hafa orðið fleiri slys en raun er á, einkum við Straumsvík. 

Hér áður fyrr voru Suðurnesjamenn þeir sem stóðu vaktina og fylgdu eftir kröfum um umbætur. Nú er ekki aðeins bæjarstjórinn í Hafnarfirði að kvarta undan fálæti fjárveitingavaldsins. Fjöldahreyfing er að myndast til að reka á eftir aðgerðum.

Flöskuhálsinn í "vinkilbleyjunni" í Hafnarfirði á eftir að aukast og kalla á enn nýjar framkvæmdir. Jarðgöng eins og víða eru í Ósló. Sveitafélögin innan Reykjavíkursvæðisins hrópa á Vegagerðina, en gleyma oft að skilja eftir nægilegt rými fyrir slaufur, stokka og jarðgöng. Ofanbyggðavegur er upp í Bláfjöll og hjá Vífilsfelli, en ómalbikaður að hluta. Endurbættur vegur sem myndi létta á umferð um Hafnarfjörð.

Vegagerðin er eitt af ríkisfyrirtækjunum sem virðist vel rekið. Umfang hennar er ævintýralega stórt og ótrúlega margt vel gert. Í ráðherratíð Sturlu Böðvarssonar var lyft grettistaki í vegagerð sem við njótum góðs af í dag. 

 


mbl.is Kostnaður við tvöföldun 10 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur við bændur byggist á innlendri samkeppni.

Aðalatriðið hlýtur að vera að innan fyrirtækja með landbúnaðarvörur ríki samkeppni. Þá getur hagkvæmni stærðar verið til lækkunar á innlendri landbúnaðarvöru, eins og MS heldur fram. Litlum fyrirtækjum þarf að gefa forskot eins og ríkið er að gera með ívilnunum í nýsköpun.

Íslensk fyrirtæki eru flest alltof lítill, oft nást ekki upp gæði nema með hagkvæmi stærðarinnar sé fyrir hendi. Sjálfstæðisflokkur á ekki að lofa meiri innflutningi á landbúnaðarvörum. Við það gæti sjálfstæði íslensk landbúnaðar glatast. Fæðuöryggi gerir landið byggilegra og eykur sérstöðu þess.

Afurðir sem byggjast á hreinu vatni og lofti eru aðall íslenskra vöruþróunar. Lyfjagjöf til húsdýra hvergi minni. Ótal önnur rök hafa verið nefnd. Fjölbreytni í landbúnaði styrkir byggðirnar. Samkeppnisstofa er að vinna sér inn prik og meðgjöf, en nú síðbúin til verka og stórtæk.

Einn ljóður á landbúnaðarvöru er offramleiðsla. Bændur fengju meiri samúð og stuðning væru þeir ekki að ofbeita land með of mörgum hrossum og fénaði. 


mbl.is Á von á stuðningi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Times býr til spennu og leikþráð

Ensku blöðin hafa komist í feitt þegar þau fjalla um val á nýjum formanni Íhaldsflokksins. The Telegraph tekur boltann á lofti og fer út um víðan völl með þær stöllur. Litríkar myndir og vídeó segja mikið, reyndar flest sem þarf til að leikmaður geti myndað sér skoðanir á tveimur frambjóðendum.

Theresa May virkar djarfari með frískleika og dugnaðarsvip. Hún velur sér fatnað til að lífga upp á drungalegt andrúmsloft stjórnmálamanna. Manna sem þurfa stöðugt að vera á löngum fundum til að ná niðurstöðum. Þá er gott að hafa konu til að taka af skarið inn í karlaveldi. Stjórnmálakokk sem ekki hikar við að brydda upp á nýjungum og setja fram til sigurs.

Andrea Leadsom birtist á myndunum sem íhugandi með spurnarsvip skólastjórnandans. Reynsla hennar á stjórnmálasviðinu er talsvert minni og raunar ólíkt saman að jafna. Engin veruleg samkeppni í kosningum er á milli þeirra, en ensku blöðin láta lesendurnar um að dæma. Niðurstaðan fæst ekki fyrr en í leikslok, í helgarblaðinu eða þegar allt hefur komið fram sem þarf að segja.

Í sama blaði er mynd af Hillary Clinton raunamæddri á svip. Líkur eru á að þessar tvær konur eigi eftir að marka tímamót, hver í sínu landi. Ná fram samheldni og markmiðum sem kjósendur og stjórnmálamenn hafa markað.


mbl.is Telur sig hæfari því hún er móðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleikatákn eftir Brexit og fallegir skór.

Eftir niðurlægjandi fótbolta og Brexit í Bretlandi kemur spennandi og ákveðin pólitík. Bresk stjórnmál krefjast stöðugleika. Theresa sem velur líflega skóliti kann að vera besti kosturinn til forystu. Ákveðin og sigurstrangleg eins og Thatcher forðum. Hefur tekið Boris Johson á beinið og fengið afsökunarbeiðni frá M.Grove. Líkleg til að leysa málin inn í miðju karlaveldi stjórnmála.

Ágæti Brexit var oflofað og átti að færa almenningi mikið af fjármunum frá Evrópubandalaginu. Olli upplausn og falli breska pundsins. Ekki mun vera þingmeirihluti fyrir útgöngu úr sambandinu. Hver á þá að leiða? 

Stjórnmál eru list eins og oft hefur komið í ljós hér á landi. Hann vinnur sem hefur mestu samningatæknina: Réttu markmiðin á rétta augnablikinu og yfirsýn til að vinda ofan af helstu flækjunum.

 

 


mbl.is Kjósa eftirmann Camerons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt klúður

Michael Grove, helsti stuðningsmaður Boris Johnson býður sig fram til forystu í íhaldsflokknum. Kemur hreint fram þegar hann sér að foringi sinn vill ekki taka við forystusætinu. Margir aðrir eru til starfans reiðubúnir og spennandi hvort þar leynist "Margaret Thatcher"

Junker kann að svara útrásarmönnum Breta sem nú stinga höfðinu í sandinn. Skotland gæti verið áfram innan ríkjasambandsins eins og Danir en ekki Færeyingar eða Grænlendingar. Ætli við eigum ekki samleið með vinaeyjum, flest nema að við höfum ónýta krónu.

Gervimynd sem rokkar út og suður eftir duttlungum Seðlabanka og pólitíkusa. Mynt sem var upphaf af bankahruninu, sökudólgur sem hún er ekki. Mannanna verk? 


mbl.is Sakar útgöngusinna um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður og nafn einstök sköpun

Löng og óþjál eftirnöfn á eftirlætisdrengjum okkar. Eftirnöfnin löngu og tröllslegu á fótboltamönnum okkar vekur furðu. Þegar maður horfir á bakhluta þeirra er ekki laust við að maður vorkenni þeim að bera slíka stuðlahamra. Afskræmi ofurstjórnunar?

Bödvarsson, Sigthorsson, Sigurdsson. Hvílík steypa að undirlagi KSÍ? Mannanafnanefndar og einstakri lagasetningu. Eru þá tveir liðsmenn sem bera sama eftirnafn bræður eða ei? Hópur manna bar upp þá áskorum til KSÍ að fornöfn liðsmanna væru aftan á treyjum þeirra. Gylfi, Hannes, Jón Daði.

Taka verður undir að nöfnin Pelé, Ronald eða David Beckham eru þjálli og tengjast meira persónunni en eftirnöfnin. Hversvegna að bera nafn föðurs frekar en móður? Einstaklingurinn sem slíkur er stærsta undrið og það sem gerir hann sérstakan. Þegar hetja eða goð verður til er það oft vegna áralangrar þjálfunar og mikils metnaðs. Fórnir, hvatningar og stuðningur margra ástvina eiga oft þátt í að skapa nafn.


mbl.is Ísland, land laust við ættarnöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert fararsnið á Bretum

Íslendingum tókst enn eina ferðina að hrella Breta. Að vísu í leik en oft er skammt á milli leiks og stríða. Nigel Farge hefur mikla þörf fyrir að vekja athygli á sér á Evrópuþinginu. Koma með útspil sem hann veit að ná ekki fram að ganga.

Er það dónaskapur þegar ýtt er á eftir honum að yfirgefa þingið? Boris Johnson ætlar að láta Davíð Cameron um allt erfiðið sem úrsögninni fylgir. Tilbúinn á hliðarlínunni? Lítill meirihluti fyrir úrsögn skýrir stöðuna. Pólitískir leikir en engin mörk.

 


mbl.is Ekki víst að Bretar fari úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungæðislegur forseti og ævintýraþrá.

Enn einn fræðimaðurinn á forsetastóli. Allir hafa þeir verið ljúfir og elskulegir. Forsetaembættið valdalítið og konunglegt. Hin nýi forseti hefur sem fræðimaður farið í gegnum alla þætti embættisins. Eftir lýsingu fréttamanns er kona hans líklegri til að brjóta blað og brydda upp á einhverju nýju sem skiptir máli.

Kjósendur höfðu öll spilin á hendi, en áttuðu sig of seint á því milli hverja baráttan stóð. Með áhrifamætti sjónvarps og fréttmiðlum var útkoman þessi. Fjölmiðlalýðræði er líklega skásti kosturinn. Forsetaembættið mætti hinsvegar gera valdameira, vera meira mótvægi við aðgerðalítið Alþingi.

 

 


mbl.is Fékk forsetann í happdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni sigurvegari "kosningasjónvarpsins"

Síðustu dægrin gjörbreytist kosningastaðan miðað við kannanir. Sýndi að sjónvarpið er mesti áhrifavaldurinn. RÚV ræður skoðanamyndun og þar hafði Guðni vinninginn, var oftast í fréttum þess. Halla var þess meðvituð. Hún var eini frambjóðandinn sem gat skákað Guðna.

Halla fékk ekki verulega kynningu í sjónvarpsmiðlunum fyrr en á seinustu metrunum. Davíð og Andri voru þekktir fyrir, fengu líklega flest atkvæði frá þeim ungu.

Börnin virtust kjósa líkt og foreldrarnir. Athyglisvert var viðtalið við stúlkuna sem vildi taka á móti mörgum stríðshrjáðum Sýrlendingum. Ekki vinsæl skoðun hjá hinum gömlu sem telja sér ógnað af innflytjendum. 

Guðni og kona hans sem er frá Kanada eru glæsilegir fulltrúar hins nýja Íslands. Vonandi styrkjum við einnig samböndin við Kanada og fáum Kanadadollar sem alvöru gjaldmiðill. 


mbl.is „Held að sigurinn sé í höfn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50% kjósenda óákveðnir. RÚV áhrifavaldur

Ef svo er verða kosningarnar spennandi. Eftir kynningu kvöldsins kunna margir að vera enn óákveðnir. Fyrst og fremst verður að hrósa frambjóðendum fyrir þjónustulund og framtak. Ákveðin skemmtun felst í öllum kosningum.

RÚV er leiðandi í skoðanamyndun og miklu sterkari ríkismiðill en sambærilegir erlendis. RÚV er á auglýsingamarkaði og tekur milljarða í auglýsingartekjur frá frjálsum fjölmiðlum auk ríkisframlags. Einkennilegt að stjórnmálamenn skuli leyfa þessa mismunun. 

Vinstrimenn þekkja þennan veikleika og koma sér fyrir þar sem áhrifa þeirra gætir. Við langt sumarfrí Kastljósmanna gætir þess minna en senn verða aftur kosningar.


mbl.is „Enginn glæpur verið framinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband