Löngu tímabær tvöföldun Reykjanesbrautar

Tvöföldun brautarinnar var lofuð miklu fyrr. Nú eiga breytingar að taka 5-6 ár ef fjármagn er fyrir hendi. Hér er um eina arðbærustu vegaumbætur að ræða. Heppni er að ekki hafa orðið fleiri slys en raun er á, einkum við Straumsvík. 

Hér áður fyrr voru Suðurnesjamenn þeir sem stóðu vaktina og fylgdu eftir kröfum um umbætur. Nú er ekki aðeins bæjarstjórinn í Hafnarfirði að kvarta undan fálæti fjárveitingavaldsins. Fjöldahreyfing er að myndast til að reka á eftir aðgerðum.

Flöskuhálsinn í "vinkilbleyjunni" í Hafnarfirði á eftir að aukast og kalla á enn nýjar framkvæmdir. Jarðgöng eins og víða eru í Ósló. Sveitafélögin innan Reykjavíkursvæðisins hrópa á Vegagerðina, en gleyma oft að skilja eftir nægilegt rými fyrir slaufur, stokka og jarðgöng. Ofanbyggðavegur er upp í Bláfjöll og hjá Vífilsfelli, en ómalbikaður að hluta. Endurbættur vegur sem myndi létta á umferð um Hafnarfjörð.

Vegagerðin er eitt af ríkisfyrirtækjunum sem virðist vel rekið. Umfang hennar er ævintýralega stórt og ótrúlega margt vel gert. Í ráðherratíð Sturlu Böðvarssonar var lyft grettistaki í vegagerð sem við njótum góðs af í dag. 

 


mbl.is Kostnaður við tvöföldun 10 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband