15.9.2016 | 16:46
"Noregur er fyrir alla" sagði konungurinn
Með auknum framlögum er Reykjavíkurborg að auka fjárhagsvandræði sín. Leggja grunn að aukinni verðbólgu eins og fleiri sem verða að keppa um starfsfólk. Borgarstjórinn er enginn konungur en verður að láta sem svo sé.
Ruðningsáhrif af ívilnunarsamningum atvinnuveganefndar Alþingis hafa skapað óþarfa spennu á vinnumarkaði. Áhrifin eru að koma í ljós. Ferðamannaiðnaðurinn, stórefldur vantar starfsmenn. Starfsfólk sem ekki er fáanlegt, jafnvel frá löndum Eystarsalts þar sem launin eru margfalt lægri.
Umönnunariðnaðurinn hefur tekið fegins hendi við starfskröftum frá öðrum löndum. Það er bara ekki nóg. Alþingismenn og borgarfulltrúar sem eru að lofa upp í ermina á sér þurfa að skapa skilyrði fyrir aðkomu erlendra starfskrafta.
Noregskonungur er með breiðan faðm. Hikar ekki við að segja að Noregur sé starfsvettvangur allra er þangað koma á löglegan hátt. Olíusjóðurinn gerði sitt en hér er ekkert borð fyrir báru. Góðærissjóður. Noregur hefur í áratugi boðið útlendinga velkomna í sitt samfélag, það reyndi ég fyrir 50 árum og svo er enn í dag. Hér er eyþjóðin í vandræðagangi með að taka á móti örfáum.
![]() |
Vilja snúa vörn í sókn í skólamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2016 | 08:20
Styrkleikinn eru efnahagsmálin
Ef foringinn er skilinn eftir verður fátt um sigra. Að standa ekki í lappirnar þegar á hólminn er komið er ekki til vinsælda. Góður árangur á flestum sviðum efnahagsmála er ekki sjálfgefinn. Þar á mótspilarinn Sjálfstæðisflokkurinn stóran þátt.
![]() |
Sigmundur Davíð víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2016 | 12:42
Nautkálfar ekki gefnir upp til skatts?
Hermann Jónasson formaður Framsóknar var gert að sök að hafa skotið æðakollu. Mikill kosningabomba á sínum tíma. Nautagripabændur margir hafa ekki ávallt tíundað bústofn sinn fyrr en hann var kominn í sláturhús. Eyrnamerkt börnum sínum fyrst? Kannski hefur ný eiginkona laumað á gripum sem ekki komu fram fyrr en síðar?
Sparðatíningur forstöðumanns nautgripastöðva er heldur ótrúverðugur. Aðalmálið er að skattur var greiddur af búsæld eiginkonu. Formaðurinn trúði á gengi íslensku krónunnar, en það er hans persónulega skoðun. Eiginkonan hefur getað haft aðra skoðun. Hvað á langt að ganga í reifa persónuleg mál fyrir heimatilbúnar kosningar?
"Hermann, heldur skjótur, hefur byssu á loft, miðar, fremur fljótur, færið gefst ei oft. Lúmskur lagavörður, lögin sundur brýtur, fús, ef kemst í færi, friðaða kollu skýtur."
Spegillinn 2.6.1934
![]() |
Sveik fyrst og fremst sjálfan sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2016 | 19:56
Pólitísk aðför RÚV heldur áfram
Helmingur fréttatíma RÚV sjónvarps í kvöld var varið í að spá í pólitíska stöðu formanns Framsóknar. Fréttamenn sjónvarpsins eru eins og sprengisérfræðingar að athuga verksummerki á vettvangi. Kastljóssprengju sem varpað var á fyrrverandi forsætisráðherra. Enn einn stjórnmálafræðingurinn kallaður á vettvang og umræðu spyrt við prófkjörskosningar helgarinnar.
Síðan var farið til Sýrlands og kastljósinu beint að hörmungum sprengjuregns á almenna borgara. Skylduáskrift að RÚV verður æ furulegri í ljósi þess að vinstrimenn á ríkisútvarpinu nota miðillinn miskunnarlaust í stjórnmálalegum tilgangi.
Gallinn er sá að flestir sem vinna við fjölmiðla hafa einhvern tímann unnið hjá RÚV. Eru ósjálfrátt meðvirkir og telja að aukið skattfé til ríkisstofnunninnar muni bæta ástandið. RÚV í 50 ár og yfirburðastaða á fréttamarkaði er ákveðinn heilaþvottur.
![]() |
Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2016 | 19:50
Sérstaða Viðreisnar ekki nógu skýr
Ferðamenn eiga að greiða aukin gjöld fyrir utan gistinátta- og virðisaukaskatt. Viðreisn vill greiða bændum styrki óháð framleiðsluvörum. Styrki til að moka ofan í skurði, til skógræktar og vegna beitar á örævi. Nýbyggingu Landspítalans hraðað, jafn vel þótt aðgengið sé faratálmi.
Viðreisn vill að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri. Selja hluta af RÚV með nýjum frambjóðendum? Jafna atkvæðisrétt. Tengja íslensku krónuna erlendum gjaldmiðlum? Ríkistilskipanir á nýtingu auðlinda / orku og ný gjöld á sjávarútveg.
Allt stefnumál sem Sjálfstæðismenn hafa haldið á lofti en ekki náð að framkvæma. Formaðurinn virðist skýr og raunsær, en nær hann að marka sérstöðu viðreisnar með nýjum liðsmönnum? Með nýjum frambjóðendum sem enga umtalsverða sigra unnu, þegar þeir höfðu tækifæri.
![]() |
Getur ekki annað en verið glaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2016 | 22:32
Svanasöngur eða samviska?
Steinninn minn í fjörunni sem markaði hæstu stöðu sjávar er kominn í kaf. Sjávarstaða hækkar hér eins og í öðrum heimshlutum. Hinum menntað manni sem lifir í vellystingum er um og ó. Hann veit að hann ofnotar jarðefni og græjur. Hann hrópar í kór, nú er komið nóg, ég er kominn að ystu þolmörkum?
Margæsirnar sem komu frá Baffineyju í morgun hafa ekki áhyggjur af hlýnun jarðar. Þær heilsuðu af myndugleika og sýndu mér heilan flokk af nýjum gæsaungum. Í Þingvallasveit var gæsin farin að hópa sig í heiðalöndum, sem segir mér að nú væri vetur í nánd.
Sveiflur í hitafari eru ekki nýjar af nálinni. Sólin er mjög nálægt jörðu, nær en hún hefur verið í tugi ára. Mælitækin aldrei fullkomnari en í dag og maðurinn hefur áhyggjur. Slæma samvisku?
![]() |
Spárnar orðnar að veruleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.9.2016 kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 17:33
Mikil hækkun krónunnar, um 15% á rúmu ári
Seðlabankastjóri segir nú gangi allt vel, en hvergi eru jafnmiklar dýfingar í gengismálum og hér. Í Færeyjum gengur allt þokkalega og nota þeir danska krónu sem tengist evru. Við erum með smámynteiningu og hvergi minni. Er það vænlegur kostur?
Stefna Seðlabankans er að draga úr spennu og minnka gjaldeyrisflæði til landsins. Ná þannig meira jafnvægi. Gott sem það nær ef það kemur ekki skellur. Er ekki betra að hafa meira jafnvægi og öryggi. Tengja ríkisdalinn við dollar eða evru?
![]() |
Viðurkenning á góðri efnahagsstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2016 | 00:24
Viðkvæm mál í kastljósi
Dag eftir dag hefur RÚV vakið athygli á kastljósvarpi um meint mistök á fæðingadeild. Kynning á þættinum byrjaði degi áður á RÚV og var auglýstur. Er Kastljós ríkisútvarps rétti vettvangurinn til komast að niðurstöðu á atvikum sem áttu sér stað 2015?
Margar spurningar vakna um áreiðanleika Kastljóss eftir mörg misjöfn vinnubrögð á þeim bæ. Er lögreglan í stakk búin til að taka við kærumáli einu og hálfu ári eftir að atvikið átti sér stað? Á ríkisútvarpið að vera vettvangur þar sem læknar viðurkenna mistök í opinni dagskrá í afar viðkvæmu máli? Spyrða saman ólíkum sjónarmiðum landlæknis og hjúkrunarforstjóra?
Þá má spyrja hvort landlæknir hafi ekki átt að vísa málinu til hlutlausra aðila, hafi hann talið að vanræksla hafi átt sér stað.
![]() |
Kærðu læknamistök til lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2016 | 21:07
Ofneyslu verður ekki stýrt með sköttum
Margir trúa því eftir langa ofsköttun af ýmsu tagi að allt megi lækna með sköttum. Í stað þess að taka á undirorsökum fíknar er leitað til þingmanna og þeir beðnir um stýringu.
Hvort sem það er ofþyngd eða ofneysla alkóhóls sem er ein tegund sykurs, þá er ráðist á efnið en ekki vanan og neysluvenjurnar. Krabbamein er alvarlegur sjúkdómur. Að ráðast ekki að rótum hans er brotlöm þeirra sem eiga að fræða. Ótal góðar lífsvenjur draga úr hættu á að fá krabbamein.
Draga má verulega úr vanda heilbrigðisþjónustunnar með því að auka fræðslu. Það er gott starf unnið í heilsugeiranum, en að öll heilsugæsla skuli vera á kostnað skattgreiðanda gengur ekki upp.
![]() |
Vill endurvekja sykurskattinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2016 | 07:59
RÚV skapar ótta og ójafnvægi
Vald RÚV og forréttindi er það mikið í dag að sjónmálamenn og aðrir í forystu þora ekki að gagnrýna báknið. Jafnvel forsvarsmenn litlu fjölmiðlana þvæla um "menningarhlutverk" þess og nauðsyn á að styrkja RÚV með skattfé.
Þegar RÚV fékk einkarétt á að sýna amerískar dellumyndir og Kanasjónvarpið var bannað vöknuðu efasemdir fyrst. Vinstrimenn á Íslandi hafa séð ákveðin tækifæri í að hreiðra um sig hjá stofnuninni og nýta sér hana óspart.
Ef nauðsyn er á að styrkja fjölmenningu sérstaklega ætti sú meðgjöf að fara til litlu stöðvana sem eru í samkeppni við RÚV. Menning og landsbyggðarhlutverk þeirra er margfalt meira.
Í komandi kosningum er tækifærið til að styðja við bakið á þeim þingmönnum sem hafa gagnrýnt RÚV veldið, vilja breyta og þora.
![]() |
Tóku ekkert tillit til upplýsinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson