Sterkasti gjaldmiðillinn og hæstu ferðamannaskattarnir

Á næstu dögum mun koma í ljós hvort skattaáform ríkisstjórnar gangi eftir. Hætt er við að landsbyggðin láti í sér heyra eins og Ásberg áréttar í greininni. Samdráttur í greininni kemur verst við sprota út á landi. Þá munu tekjur af umferð minnka og í hliðargreinum. Fyrirhugaðar umbætur í vegamálum og vegtollar verða sjálfskaparvíti þegar færri eru til að greiða. 

Viljum við að fjárfestingar í ferðaþjónustu skili sér er ekki vænlegt að hækka gjaldtöku fram yfir það sem boðað er með vegagjöldum. Margfeldisáhrifin á 100% hækkun skatts mun hafa víðtæk áhrif og draga úr tekjum ríkisins. Ferðaþjónustan greiðir skatt af hagnaði eins og aðrir, ef hann dregst saman erum við engu bætt.

Hætt er við að Sjálfstæðisflokkurinn "skjóti" sig í fótinn ef hann ætlar að rugga bátnum fram yfir það sem greinin þolir. Fyrrverandi ferðamálaráðherra gekk ekki of vel með passann sinn. Ef menn vilja skapa landslag fyrir íslenskan Trump mun hann koma fyrr eða síðar, óhefðbundinn og með nýjar áherslur.

Það er einkennilegt þegar menn eru að hrósa krónunni fyrir að vera sterkasti gjaldmiðilinn og eigna sér "heiðurinn" af styrkingu hennar. Allir vita hve fallvölt hún getur verið, auk þess sem hún kallar á hæstu vexti.

 

 


mbl.is „Við verðum að stoppa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Sjálfstæðisflokkurinn að leiða skattahækkanir?

Nóg er af kollsteypunum í gengis og peningamálum þótt ekki bætist við hækkaður virðisaukaskattur á stærstu útflutningsgreininni. Úr 11% í 22 %. 100% hækkun? Það er eins og menn séu ekki á sömu plánetunni. Ísland er með hæstu skattlöndum á byggðu bóli. Ríkisvaldið óseðjanlegt og kröfum til þess linnir ekki. 

Nýlega reifaði samgöngumálaráðherra þeirri hugmynd að leggja á vegatolla á mestu umferðaæðum. Verkefnið er risavaxið, en ekki óframkvæmanlegt. Maður skyldi halda að það væri ærið verkefni að tryggja stöðugleika í gengismálum. Taka upp annan gjaldmiðill, en ekki geyma það þangað til Seðlabankastjóri hættir.


mbl.is Boðar lækkun virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í einangrun á Hólmsheið.

Það veikir málstað ákæruvaldsins að fanganum er enn haldið í einangrun. Langt fram yfir það sem leyfilegt er samkvæmt mannréttindasáttmálum. Við langa einangrun og án samskipta við aðra en fangaverði hættir föngum til að missa sjálfsvitund. Verða viljugri til játa ábornar sakir, eins og við þekkjum frá stærstu rannsóknar og sakamálum á Íslandi.

Víða út um heim eru föngum misþyrmt með einangrun. Þekkt dæmi er einangrun á blaðamönnum í Íran. Mörg önnur hrikaleg dæmi eru frá Norður-Írlandi, Bandaríkjunum og Vénúsela. Wikipedia: White torture.

Í fyrstu var sagt frá því í fréttum að grænlenski fanginn hafi verið fluttur í einangrunarfangelsið á Hólmsheiði til að verja hann ofbeldi frá öðrum föngum. Augljóst er að það er fyrirsláttur. Nýlega var sagt frá því að lögreglumaður hafi beitt fanga ofbeldi rétt áður en hann fór fyrir dómara. Allt þetta veikir stöðu lögreglu og rannsóknarvalds.

Vísir - fréttablaðinu 7. mars:

Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði.

Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.


mbl.is Þrjár vikur til stefnu í máli Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin vissa er fyrir góðum árangri Theresu May

Hingað til hefur því verið haldið að mönnum að aukin viðskipti skapi meiri hagsæld. Dæmigert er tímaritið Economist. Frjálsræði í viðskiptum og niðurfelling tolla hefur skapað aukin hagvöxt á Íslandi. Samhliða tæknibyltingu í flestum greinum. Internetið og tölvur er hvergi jafn algeng og á Íslandi. Fríverslun við Kína skapar nýja möguleika. Kórónan á allt annað eru tíðar flugferðir og lág flugfargjöld.

Á sama tíma eru Englendingar að draga sig inn í skel sína og ef ekki nást hagstæðir samningar við Evrópubandalagið ætla þeir að auka verslun við fjarlægari lönd. Stórir banka eru að flytja höfuðstöðvar frá London. Lækkun pundsins er tákn um aukna verðbólgu og óhagræði. Þá eru meiri líkur fyrir sjálfstæði Skota og áframhald viðveru þeirra í bandalaginu. 


mbl.is Ekki spurning hvort heldur hvernig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð að sönnu. Sama hvaða fjármálaráðherra við höfum.

Fyrr eða seinna verða menn að viðurkenna að við getum ekki notað smæstu mynt heimsins. Erum búin að aðlaga okkur að ESB með reglugerðum í áratugi. Treystum á að Pólverjar geti fyllt í þau skörð sem eru á vinnumarkaði.

Stefna fjármálráðherrans á að fá meira rými. Skylda á lífeyrissjóði strax til að fjárfesta fyrir allt að 40% eigin fé erlendis. Annars verða þeir alls ráðandi hér. Gæti endað eins og hjá SÍS forðum.

 

 


mbl.is Krónan ekki heppileg til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin fugl eins og krían. Unnur varpar birtu á það sem aðir sjá ekki.

Unnur og Þorbjörn skrifuðu fallega og ljúfa frásögn um skútusiglingar á Kríu. Bækur sem vert er að lesa aftur. Sannur rithöfundur sem leiðir lesandann um ókunnuga stigu, opnar nýja heima. Spennandi verður að lesa hennar næstu bók um Mývatn. 

Í nágrenni Reykjavíkur eru ótal fallegir staðir sem taka á sig nýjar myndir með árstíðunum. Í dag var ótrúleg blá birta og síðdegis skuggar í hvítri mjöllinni. Við Fögruvík í Hvassahrauni var sem fyrr myndrænt efni. Hér var kría með unga sína í sumar, ljúf og kná og mátulega ágeng. Heimur sem margir láta fram hjá sér fara.

Við Fögruvík

20170304_17221620170304_17252820170304_172602

 


mbl.is Fannst ég skilja alheiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forkastanlegur úrskurður um málefni Erlu. "Mál í litlum kössum"

Allir aðrir dæmdir sakborningar fá að njóta vafans. Niðurstaða nefndarinnar veikir trúverðugleika hennar og flækir málið. Einkenni íslenskra lögfræði, mál í litlum kössum án tilliti til stóra samhengisins, segir Ragnar Aðalsteinsson verjandi Erlu í morgunverðaþætti. Hann segir jafnframt að íslenskir dómarar tjái sig of lítið um mál og lögfræði miðað við önnur lönd. Það leiði til þess að erfitt sé fyrir dómstóla og kerfið að viðurkenna mistök. 

Vönduð umfjöllun Morgunblaðsins um úrskurði Endurupptökunefndar sýnir furðulega afstöðu nefndarinnar til máls Erlu Bolladóttur. Eftir að hafa sagt að allir aðrir sakborningar hafi "mögulega" verið rangt dæmdir er niðurstaðan sú að ekki skuli tekið upp mál Erlu. Hún er þar með útilokuð með að fá bætur fyrir illa meðferð frá íslenska ríkinu?

Umfjöllun á Mbl.is: End­urupp­töku­nefnd seg­ist m.a. í úr­sk­urði sín­um telja raun­hæf­an mögu­leika á því, að þær rann­sókn­araðferðir, sem beitt var und­ir stjórn Karls Schütz, eft­ir að rann­sókn­in beind­ist að Guðjóni, og aðrir dóm­felldu höfðu borið um aðild hans að mál­inu, hafi átt þátt í því að hann hætti að treysta eig­in minni og játaði aðild að at­lögu að Geirfinni.

Tel­ur end­urupp­töku­nefnd að í mörg­um atriðum hafi vantað upp á að Guðjón nyti þess marg­vís­lega vafa, sem uppi var um máls­at­vik og að veru­leg­ar lík­ur hafi verið leidd­ar að því að sönn­un­ar­gögn sem færð voru fram í mál­inu hafi verið rangt met­in svo að áhrif hafi haft á niður­stöðu þess.

Því sé full­nægt skil­yrðum end­urupp­töku­heim­ilda í lög­um um meðferð saka­mála. Veit­ir end­urupp­töku­nefnd því leyfi á grund­velli sömu laga til að þessi þátt­ur máls­ins verði tek­inn til meðferðar og dóms­upp­sögu að nýju í Hæsta­rétti.

Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar kem­ur m.a. fram það mat nefnd­ar­inn­ar, að veru­leg­ar lík­ur séu á að and­legt ástand Kristjáns hafi verið orðið svo bág­borið síðustu mánuði árs­ins 1976 og fram­an af ár­inu 1977, vegna langr­ar ein­angr­un­ar­vist­ar og per­sónu­bund­inna eig­in­leika hans, að vafa­samt sé hvort skýrsl­ur frá þeim tíma um yf­ir­heyrsl­ur yfir hon­um hjá lög­reglu og fyr­ir dómi hafi haft nokk­urt sönn­un­ar­gildi.

Til marks um slæma and­lega heilsu hans megi nefna tvær sjálfs­vígstilraun­ir á þess­um tíma og framb­urð hans um að hafa orðið tveim­ur mönn­um til viðbót­ar að bana og að amma hans hafi tekið þátt í að hluta annað líkið í sund­ur. Í dómi Hæsta­rétt­ar sé ekki vikið að áhrif­um fjöl­margra, mót­sagna­kenndra og ólík­inda­legra framb­urða Kristjáns og bág­bor­ins and­legs ástands hans á mat á trú­verðug­leika framb­urða hans. Virðist hann ekki hafa fengið að njóta þess vafa sem að þessu leyti var til staðar um sönn­un­ar­gildi játn­inga hans.

 

Tel­ur nefnd­in að sam­an­b­urður og heild­armat á nýj­um gögn­um og upp­lýs­ing­um, þar á meðal um málsmeðferð við rann­sókn og dómsmeðferð, og þeim gögn­um sem lágu fyr­ir Hæsta­rétti, hafi varpað nýju ljósi á svo mörg atriði í sönn­un­ar­mati hvað varðar meint brot Al­berts, að telja verði að hin nýju gögn hefðu veru­lega miklu skipt fyr­ir niður­stöðu máls­ins hvað Al­bert varðar ef þau hefðu komið fram áður en dóm­ur gekk. Tel­ur end­urupp­töku­nefnd að í mjög mörg­um atriðum hafi vantað upp á að Al­bert nyti þess marg­vís­lega vafa sem uppi var um máls­at­vik og að veru­leg­ar lík­ur hafi verið leidd­ar að því að sönn­un­ar­gögn sem færð voru fram í mál­inu hafi verið rangt met­in svo að áhrif hafi haft á niður­stöðu þess.

Nefnd­in taldi þókn­un Guðjóns Ólafs Jóns­son­ar, hæsta­rétt­ar­lög­manns og tals­manns Al­berts, hæfi­lega ákveðna 6.138.000 krón­ur.

 

Þá sé það til þess fallið að valda nokkr­um vafa um trú­verðug­leika játn­inga Tryggva Rún­ars, að hann virðist að jafnaði aðeins hafa fall­ist á atriði sem aðrir dóm­felldu höfðu þegar borið um og fátt lagt til mál­anna um at­b­urðarás­ina. Þá dró hann játn­ingu sína form­lega til baka við fyrsta tæki­færi eft­ir að dómsmeðferð hófst en nokkru áður hafði hann upp­lýst verj­anda sinn og rann­sókn­ar­lög­reglu­mann um að hann hygðist gera það.

 

End­urupp­töku­nefnd komst að þeirri niður­stöðu að Erla Bolla­dótt­ir hefði ekki sýnt fram á það að skil­yrði væru til end­urupp­töku máls henn­ar.

Erla var á sín­um tíma m.a. dæmd í þriggja ára fang­elsi, m.a. fyr­ir að bera þær röngu sak­ir á Ein­ar Gunn­ar Bolla­son, Magnús Leópolds­son, Sig­ur­björn Ei­ríks­son og Valdi­mar Ol­sen að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Ein­ars­son­ar og smygl­brot­um. Erla var einnig dæmd fyr­ir fjár­svik og önn­ur tengd brot en ekki var óskað end­urupp­töku dóms Hæsta­rétt­ar vegna þeirra brota.

Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar, sem birt­ur var í gær, seg­ir m.a. að Erla hafi ein­göngu verið sak­felld fyr­ir rang­ar sak­argift­ir í sam­ræmi við ákæru dag­setta 16. mars 1977 en sýknuð fyr­ir Hæsta­rétti af allri aðild að refsi­verðri hátt­semi í tengsl­um við hvarf Geirfinns Ein­ars­son­ar.

Þegar Erla bar rang­ar sak­ir á tvo nafn­greinda menn í fyrsta sinn 23. janú­ar 1976 hafði hún verið frjáls ferða sinna í 34 daga, frá 21. des­em­ber 1975 til og með 23. janú­ar 1976. Þegar hún bar sak­ir á tvo aðra menn, 3. fe­brú­ar 1976, hafði hún verið frjáls ferða sinna í 44 daga. Eng­in gögn liggi fyr­ir um að Erla hafi verið knú­in eða hvött til þess­ara röngu sak­argifta af rann­sak­end­um eða öðrum. Rök­semd­ir um áhrif ein­angr­un­ar og skort á aðgangi að verj­anda geti því ekki átt við eða stutt end­urupp­töku­beiðni.

Er það mat end­urupp­töku­nefnd­ar að Erla hafi ekki sýnt fram á að skil­yrði laga um meðferð saka­mála til end­urupp­töku séu upp­fyllt.

Í úr­sk­urði end­urupp­töku­nefnd­ar kem­ur jafn­framt fram að hún telji þókn­un tal­manns Erlu, Ragn­ars Aðal­steins­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns, hæfi­lega ákveðna 10.334.900 krón­ur. Er sú þókn­un greidd úr rík­is­sjóði.


mbl.is Harðneskjuleg einangrun hafði áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Erla Bolladóttir í ruslið" " Úr okkar höndum"

Kerfið er samt við sig. Í meira en 42 ár hefur lögreglu og dómskerfi landsmanna verið að fjalla um hvarf Guðfinns og Guðmundar. Í sama hægagangi getur það tekið áratugi að komast að endanlegri niðurstöðu. Ómældar þjáningar fórnarlamba, afkomenda og aðstandenda þeirra munu áfram fylgja í kjölfarið.
 
Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir nýjan dómsmálaráðherra að horfa upp á þessar niðurstöður. Kostnaður ríkissjóðs af dómsmorðunum hleypur á milljörðum og á eftir að aukast. Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur tjáir sig um niðurstöður gærdagsins á Pressunni í gær:
 
"Fyrir þetta fengu þau dóm og fangelsisvist. Ég endurtek, þau sátu í fangelsi fyrir það brot lögreglunar að frelsissvipta annað saklaust fólk í fleiri mánuði og forsendurnar fyrir þessu eru þær að þau hafi ætlað að beina lögreglunni eitthvað annað en að þeim sjálfum ef þau yrðu grunuð vegna Geirfinns.
 
Hvernig getum við klárað þetta mál með sem allra minnstum tilkostnaði og með lágmarksniðurlægingu fyrir kerfið? Jú, með því að segja: Við hjá yfirvaldinu ekkert rangt en aumingja fólkið bara játaði á sig hluti sem það gerði ekki. Og við skulum sýna þeirri yfirsjón skilning og endurupptaka þá þætti málsins. En við endurupptökum ekki þá þætti sem beina sökinni í okkar átt og varpar ljósi á hvað raunverulega gekk á í Síðumúlanum. Það verður mjög dýrt spaug, enda ljóst bótagreiðslur hljóta að að miðast við sök ríkisins að einhverju leyti."
 
 
Það er fullkomið fúsk hvernig kerfið ætlar að firra sjálft sig ábyrgð á málinu með þessum hætti og það er beinlínis viðbjóðslegt að horfa upp á yfirvöldin okkar henda Erlu Bolladóttur í ruslið.
 
Pressan 24. feb. 2017 - 14:42Ari Brynjólfsson

Aðalheiður segir niðurstöðuna fúsk: „Viðbjóðslegt að horfa upp á yfirvöldin okkar henda Erlu Bolladóttur í ruslið“

RÚV.

End­urupp­töku­nefnd hef­ur fall­ist á end­urupp­töku­beiðni Al­berts Kla­hn Skafta­son­ar, Sæv­ars Ciesi­elski, Kristjáns Viðars Viðars­son­ar, Tryggva Rún­ars Leifs­sonar og Guðjóns Skarp­héðins­sonar sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in á átt­unda ára­tugn­um. Beiðni Erlu Bolla­dótt­ur um end­urupp­töku er hafnað. 

Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur segir þetta áfall, en hún hefur lengi haft áhuga á málinu og fylgst náið með ferli endurupptökubeiðna.

Segir hún niðurstöðuna ömurlega þar sem einungis sé um að ræða endurupptöku á mannhvarfsþáttum málsins en endurupptökunefndin synjaði endurupptöku á röngum sakargiftum. Kallar hún niðurstöðuna fúsk þar sem kerfið sé að vernda sjálft sig með því að viðurkenna ekki að það áttu hlut í að þau játuðu eftir að hafa setið í einangrun langtímum saman:

Klúbbmenn sátu í yfir 100 daga í einangrun. Þegar yfirvöldin áttuðu sig á því (ef þeir vissu það ekki allan tímann) að þeir koma málinu akkúrat ekkert við, þarf að finna leið til að redda sér út úr því vandamáli og sagan verður til og hljóðar svo: Erla, Sævar og þau hin, hittust á fundi eftir að hafa drepið Geirfinn og komu sér saman um að ef grunur félli á þau myndu þau kenna Klúbbmönnum um,


mbl.is Umfangsmesta mál í sögu nefndarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjótt skipast veður í lofti. Heiðríkja og fagurt kvöld í Heiðmörk

Fagur stjörnuhiminn var í kvöld um átta leytið í Heiðmörk. Fjósakonurnar í Óríon áberandi í suðri yfir Helgafelli. Þar mátti sjá gönguljós kvöldgöngumanna við fjallsrætur. Sverðþokan er næst okkur í Vetrabrautinni og "albjartasta djúpfyrirbæri himins" segir á Stjörnufræðivefnum, Sævar H Bragason. Fjórar stórar stjörnur umlykja Fjósakonurnar og gera stjörnumerkið auðlesanlegt hvar sem maður er staddur á Norðurhveli. Riegel er stærsta stjarnan, en neðar er Stórihundur með Síríus, enn skærari stjarna.

Karlsvagninn hátt á lofti og Pólstjarnan nánast yfir höfði manns. Í austri eru Þríhnúkar og ljósbirta á skýjunum yfir skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Í vestri er bjarmi frá bæjarljósunum í Hafnarfirði. Næst Vífilstaðahlíð eru skær ljós frá golfvelli sem draga úr stjörnuskini og rómatískri birtu stjörnuhiminsins. 

Hvítur nýfallinn snjórinn er eitt af töfrum kvöldsins sem gera kvöldgönguna eftirminnilega. Eingin merki eru um að stór lægð nálgast úr suðri. Þótt ský sjáist á himni hverfa þau aftur á braut. Nálægðin við hafið og lægðirnar úr suðri gera landið spennandi veðurfræðilega. Hér er aldrei á vísan að róa og eitt af því sem dregur að vetraferðamenn.


mbl.is Spá mjög slæmu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar stofnanir í baráttu um fjármagn og velvilja Alþingis.

Hvers vegna áætlanir Hafrannssóknarstofnunninnar hækkuð sextánfalt á milli mælinga geta varla talist vísindi. Þegar samningar hanga á bláþræði eru innskot um mikla kvótaaukningu uppsjávarfisks eins og gylliboð.

Líkt og í hagfræðinni eru hafvísindin síbreytileg og ekki alltaf mælanleg. Yfirlýsingar Hafró eru stefnumarkandi, fela í sér væntingar um mikla fiskigengd og hækkun hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtækja. Kaupendur á hlutabréfum í Granda hafa getað heyrt orðspor eftir óhefðbundnum leiðum. Aðrir vita sínu viti og bíða eftir tækifærum.

Hækkun hlutabréfa eru ekki óeðlileg miðað við að loðnan fer brátt að hrygna og stóru skipin geta með skjótum hætti farið úr höfn. Spyrja má einnig hvort sjómenn og útgerðamenn á uppsjávarskipum séu það fjáðir að þeir láti allan afla synda fram hjá á ögurstundu.

Eftir situr ríkisstofnun sem treystir á fé til rannsókna og velvilja fjárveitingavaldsins. Eins og aðrar stofnanir er barist um fjármagn og allt gert til að hala inn tekjur.


mbl.is „Hér hefur ekki dropi lekið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband