27.11.2022 | 00:38
Langur loforðalisti og nú þjóðarhöll.
Ekkert nýtt, annað en að staðurinn er fundinn og er við áformaða íbúðahúsabyggð. Suðurlandsbautinn verður því engin breiðgata með grænum pálmum í miðjunni eins borgarstjórnin var að gæla við? Í fréttinni er ekki sagt frá því hverjir fjármagna og ólíklegt að knattspyrnumenn nái miklu í kassann, nema með frjálsum fjárlögum og poti. Álíka dæmi og þegar Bændahöllin var fjármögnuð.
Vegamálaráðherra er sérlega loforðagjarn, lofar Sundabraut og enn tvöföldum tveggja akbrauta við álverið í Hvassahraun. Vegurinn er sagður á teikniborðinu og tvöföldun vegar lofað í mörg ár. Vegakaflinn er einn sá hættulegasti á Suðvesturlandi. Hann er framhald af tvíbreiðum veg ofan við Hafnarfjörð sem var góð framkvæmd á sínum tíma. Veginum við álverið átti að vera lokið fyrir löngu, en enn er óvissa um framkvæmdalok, líklega vegna þess að svo mörgu er lofað og fjármagni er of dreift. Tvíbreiður vegur alla leið að Leifsstöð er ein hagkvæmasta opinbera framkvæmd sem fyrir finnst á landinu. Honum átti að ljúka fyrir nokkrum árum en fjármagn en skammtað,en aðgengilegt erlent lánsfjármagn á lágum vöxtum til margra ára á að fást til arðbæra framkvæmda.
Þar að auki hefur ríkisstjórnin sem nú situr sett í framkvæmd meiri opinberar nýbyggingar undir gæluverkefni til að hýsa allt allt að 20% fleiri starfsmenn en voru fyrir áður hún tók til starfa. Það eru ekki bara "teneferðir" sem hrjá stjórnendur Seðlabanka heldur er of mikið óbeislað innstreymi af nýju tekjum sem ekki voru fyrirhugaðar í óarðbæra eyðslu. Milljarðar rekstartekjur frá Landsvirkjun og sala á ríkisbönkunum fara allflestar í misjafnlega arðsamar framkvæmdir. Auk þess eru hærri skatttekjur en aldrei fyrr, þar er launaskattur af ferðaþjónustu drjúgur. Ferðamenn koma með enn meiri tekjur í ríkissjóð en búist var við, atvinnugrein sem tekur við sér fyrr vegna skynsamlegra aðgerða fjármálaráðherra í Kóvit. Á sama tíma er eitt glæsilegasta hótelið í höfuðborginni lagt undir nemendur og háskóla. Ígildi stærðar ferðamannaskips / nýtízku togara sem kemur ekki lengur inn með gjaldeyri í þjóðarbúið. Á sama tíma er fjárlagahalli hjá ríkissjóði. Lítið lagt til mögru áranna í sjóð eða til arðbæra nýframkvæmda til að jafna tekjur þegar mögru árin koma. Framkvæmdir við virkjanir og raflínuframkvæmdir eru t.d. í lágmarki. Enn aftur eru hagsmunaaðilar sem ráða för, vegferð sem stjórnmálamenn virðast illa ráða við nema í vinsældakeppni. Ástæða er til að hafa áhyggjur þegar litið er til fyrri tíma.
Lengi vel var forsjáll fjármálaráðherra með lykillinn að farsælu ríkisstjórnar samstarfi sem átti að endast út kjörtímabilin. Ekki eru flokksmenn að tefja för eins og gert varí hinum breska íhaldsflokki. Gengur nokkuð vel meðan peningar eru í kassanum og brosið breitt.
Liz Truss þótti ekki traustverðug í fjármálagerningum. Ekki jókst það þótt hún sagðist bardagakona. Boris Johnson var búinn að oflofa eins og Tony Blair. Öll urðu þau að fara frá vegna þess að þau réðu ekki við fjármálin eftir gandreið. Þá kom aftur fram á sviðið forsætisráðherraefni. Rishi Sunak, snaggaralegur og rólegur. Lítt málgefinn forsætisráðherra, en með reynslu úr fjármálaheiminum. Kemur úr fjölskyldu innflytjanda og telur betra að framkvæma en eyða tímanum í málþóf og vinsældarkeppni, heimsækja Úkraínu og veita aðstoð. Rekstramaður sem er málefnalegur "nýbúi" og getur losað íhaldsflokkinn úr sjálfsheldu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2022 | 23:21
Nafnabrengl, eitthvað sem koma skal?
Ýmsu má eiga von þegar Veðurstofan er í útsendingum eða eru aðrir að breyta aðgengi að veðurspám Veðurstofunnar? Brenglað aðgengi að veðurspá í myndlíkingu undir vedur.is, veður.is? Er sagt stafa frá risa í umbrotum sem heitir Twitter. Miðill sem sagður er í skuldavanda eða vanta enn meiri auglýsingatekjur líkt og RÚV? Í Ríkisjónvarpinu eru veðurfréttir oftast auglýstar kl. 19.30 en eru í reynd aldrei á auglýstum tíma. Í snjallsímum birtast veðurfréttir oftast á forsíðu frá erlendum miðlum sem bera heiti á ensku. Hrakningar Veðurstofu Íslands eru því orðnar umtalsverðar og sjaldan er að vita hver uppruni veðurfrétta er.
Bretar leggja áherslu á að veðurfréttir nái til sem flestra á réttum tíma. Hjá sjónvarpi BBC, ríkissjónvarpi eru þær fyrir heilan og hálfan tíma. Afar skýrar og tíðar myndir af ferð Atlantshafslægða. Á yr.no eru veðurspár fyrir íslenska staði aðgengilegar allt að tíu daga fram í tímann. Veðurstofan er komin langt frá upphaflegum tilgangi sínum og stór hluti tekna kemur frá tilfallandi verkefnum sem oftast greiðast af sjóðum í umsjá ríkisins.
Frétt Mbl: Veðurstofan varar við eftirlíkingu

![]() |
Veðurstofan varar við eftirlíkingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson