"Erla Bolladóttir í ruslið" " Úr okkar höndum"

Kerfið er samt við sig. Í meira en 42 ár hefur lögreglu og dómskerfi landsmanna verið að fjalla um hvarf Guðfinns og Guðmundar. Í sama hægagangi getur það tekið áratugi að komast að endanlegri niðurstöðu. Ómældar þjáningar fórnarlamba, afkomenda og aðstandenda þeirra munu áfram fylgja í kjölfarið.
 
Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir nýjan dómsmálaráðherra að horfa upp á þessar niðurstöður. Kostnaður ríkissjóðs af dómsmorðunum hleypur á milljörðum og á eftir að aukast. Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur tjáir sig um niðurstöður gærdagsins á Pressunni í gær:
 
"Fyrir þetta fengu þau dóm og fangelsisvist. Ég endurtek, þau sátu í fangelsi fyrir það brot lögreglunar að frelsissvipta annað saklaust fólk í fleiri mánuði og forsendurnar fyrir þessu eru þær að þau hafi ætlað að beina lögreglunni eitthvað annað en að þeim sjálfum ef þau yrðu grunuð vegna Geirfinns.
 
Hvernig getum við klárað þetta mál með sem allra minnstum tilkostnaði og með lágmarksniðurlægingu fyrir kerfið? Jú, með því að segja: Við hjá yfirvaldinu ekkert rangt en aumingja fólkið bara játaði á sig hluti sem það gerði ekki. Og við skulum sýna þeirri yfirsjón skilning og endurupptaka þá þætti málsins. En við endurupptökum ekki þá þætti sem beina sökinni í okkar átt og varpar ljósi á hvað raunverulega gekk á í Síðumúlanum. Það verður mjög dýrt spaug, enda ljóst bótagreiðslur hljóta að að miðast við sök ríkisins að einhverju leyti."
 
 
Það er fullkomið fúsk hvernig kerfið ætlar að firra sjálft sig ábyrgð á málinu með þessum hætti og það er beinlínis viðbjóðslegt að horfa upp á yfirvöldin okkar henda Erlu Bolladóttur í ruslið.
 
Pressan 24. feb. 2017 - 14:42Ari Brynjólfsson

Aðalheiður segir niðurstöðuna fúsk: „Viðbjóðslegt að horfa upp á yfirvöldin okkar henda Erlu Bolladóttur í ruslið“

RÚV.

End­urupp­töku­nefnd hef­ur fall­ist á end­urupp­töku­beiðni Al­berts Kla­hn Skafta­son­ar, Sæv­ars Ciesi­elski, Kristjáns Viðars Viðars­son­ar, Tryggva Rún­ars Leifs­sonar og Guðjóns Skarp­héðins­sonar sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in á átt­unda ára­tugn­um. Beiðni Erlu Bolla­dótt­ur um end­urupp­töku er hafnað. 

Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur segir þetta áfall, en hún hefur lengi haft áhuga á málinu og fylgst náið með ferli endurupptökubeiðna.

Segir hún niðurstöðuna ömurlega þar sem einungis sé um að ræða endurupptöku á mannhvarfsþáttum málsins en endurupptökunefndin synjaði endurupptöku á röngum sakargiftum. Kallar hún niðurstöðuna fúsk þar sem kerfið sé að vernda sjálft sig með því að viðurkenna ekki að það áttu hlut í að þau játuðu eftir að hafa setið í einangrun langtímum saman:

Klúbbmenn sátu í yfir 100 daga í einangrun. Þegar yfirvöldin áttuðu sig á því (ef þeir vissu það ekki allan tímann) að þeir koma málinu akkúrat ekkert við, þarf að finna leið til að redda sér út úr því vandamáli og sagan verður til og hljóðar svo: Erla, Sævar og þau hin, hittust á fundi eftir að hafa drepið Geirfinn og komu sér saman um að ef grunur félli á þau myndu þau kenna Klúbbmönnum um,


mbl.is Umfangsmesta mál í sögu nefndarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2017

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband