Grænlendingar berskjaldaðir og ekki ótvíræðar grunsemdir

Minnir margt á Guðmundar og Geirfinnsmálið. Óseðjandi fjölmiðlar í skammdegi. Lögregla fer út á haf og í aðra lögsögu. Eins og í spíramálinu koma ólögleg vímuefni inn í rannsóknina. Leitað út um allt Reykjanes. Yfir hundrað manns hafa gefið vísbendingar.

Það sem er ólíkt. Sagborningar eru erlendir sjómenn. Notkun bílaleigubíla gerð tortryggileg. Umfangið rannsóknar á örfáum sólarhringum stærra en nokkru sinnum fyrr. Herskip, þyrlur, leitahundar og snjósleðar. Spjallsímar og eftirlitsmyndavélar stjórna aðgerðum rannsóknarmanna.

Nýjar kynslóðir vita því miður allt of lítið um Guðmundar og Geirfinnsmálið eða rannsókn þess. Hvað fór úrskeiðis og hvað varð að stærsta sakamáli Íslandssögunnar. Mál sem dómstólar hafa ekki enn útkljáð eftir áratuga starf í stjórnsýslunni.


mbl.is Ræddust góða stund við á bryggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofuraðgerðir en engar grunsemdir

Handteknum mönnum haldið vakandi í sólarhring í einangrun við yfirheyrslur? Eftir því sem lengur líður á yfirheyrslur yfir skipverjum er hætta á að rannsóknin lendi í ógöngum. Allir íslensku fjölmiðlanir á haus og engin gagnrýnir aðferðafræðina?

Danskir spennuþættir á RÚV eru eins og heimsókn í sunnudagsskóla miðað við atburði á sjó og landi með sérsveitarmönnum. Ofurkapp getur verið gott, en það hefur sýnt sig að það þjónar ekki stærri hagsmunum sem er réttaröryggi.

Í Kastljósi gærdagsins sagði fréttakona miðilsins að eins gott væri að brjóta ekki trúnað við lögregluna. Hvaða trúnað átti hún við? Frjálsir fjölmiðlar verða að fara sínar eigin leiðir í öflun upplýsinga. Sagan segir að í skammdeginu er hætta á að rannsóknarmál lögreglunar fari úrskeiðis og lendi á villigötum. 

 
 
 

 

 

mbl.is Rannsókn í skipinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2017

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband