Glæsilegur starfsferill Höllu og framkoma sannfærði endanlega kjósendur.

Höllu Tómasdóttur tókst að virkja ungu kynslóðina og vinna sigur í forsetakosningunum með breiðri þátttöku unga fólksins. Eftirtektarvert var hve fjölskylda hennar stóð þétt að baki henni í kosningabaráttunni.

Um miðjan kosningadaginn var eins og hún væri þess fullviss að sigur væri í höfn, en varkár var hún um að fullyrða ekki neitt þar til úrslit lágu fyrir. Í reynd var þetta stórsigur hennar og lýðræðisins því að baki var ekkert pukur eða leynimakk. Það sem talnameistarar gátu sér helst til um þegar margendurteknar skoðanakannanir brugðust. "Taktískt hegðun kjósenda?"

Aðdragandi kosninganna var fjölmiðlaveisla og ekkert dregið undan til að sannfæra landsmenn um þeir stæðu fyrir sínu. Helst má gagnrýna hve lágur meðmælenda þröskuldurinn er. Hann verður tilefni til að margir frambjóðendur ná aðeins í nokkur atkvæði án þess að hafa erindi sem erfiði. Stella í framboði verður án efa vinsælasta skopmyndin á meðan lýðveldið er ungt.

Í umræðum á kosningadag kom fram að forseti kjörinn beinni kosningu af kjósendum getur haft mun meiri áhrif en lesa má í fljótu bragði út úr Stjórnarskránni. Halla  hefur ljóslega kynnt sér ýmsa möguleika til að glæða þetta virðingamesta embætti Lýðveldisins meira lífi í anda Ólafs Ragnars fyrrverandi forseta.

Álftanesið er fremur berangurslegt nes en þar þrífst fjölbreytt fuglalíf. Þar vildu Bretar hafa útsýni í allar áttir, viðbúnir þessa að verja landið á örlagatímum.

Vinur minn, veitingamaðurinn Jóhannes í Fjörukránni hefur byggt þjóðlegan veitingastað í Hliði á Álftanesi. Þar  tekur hann á móti gestum með rjúkandi kaffi og pönnukökum í dag sem aðra daga. Sannkallaður sporgöngumaður.


mbl.is „Þetta er ævintýralegur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband