14.12.2023 | 22:23
Heimför Grindvíkinga er besta jólagjöfin
Þegar hafa margir Grindvíkingar farið heim tímabundið til að vinna að sínum fyrirtækjum. Nú bætist við Bláa lónið á eftir stærsta fiskvinnslufyrirtækinu Þorbirni.
Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur undirstrikar í kvöld á bloggi sínu það sem segja þarf nú um jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesinu. Kvikan undir niðri á svæðinu er takmörkuð og nær ekki upp á yfirborðið í langan tíma. Hann veltir fyrir sér áhættunni fyrir íbúana við að búa á staðnum og af svari hans skilst mér að áhættan við heimförina sé tiltölulega lítill miðað við ávinninginn.
Veðurstofan biður enn um tæki og tól, vill fjölga starfsmönnum fyrst. Stofan greinir minnstu jarðskorpuhræringar og það er hennar hlutverk sem henni er falið, en ekki að hafa úrslitavald um hvenær íbúum sé óhætt að snúa heim. Almannavarnir taka þær ákvarðanir og verða að hafa víðsýni til að meta það?
Haraldur spyr jarðfræðilegra spurninga í pistli sínum, en hann hefur hefur starfað mestan hluta starfsævinar utanlands, einkum í Bandaríkjunum. Það er fengur að hans skoðunum og þær brjóta oft upp umræðuna þegar hann ber reynslu sína saman við íslensk gögn og jarðvísindi. Þá erum við komnir aftur að fjölmiðlum sem eiga að dreifa mismunandi skoðunum sem þurfa að heyrast.
Ein sú mikilvægasta er að gefa íbúunum sem fyrst von og tækifæri til að snúa heim. Það verður án efa besta jólagjöfin, þegar þeir sem geta fá að snúa heim og halda áfram að undirbúa komu fjölskyldna og barna.
Bæjarfélagið er vel rekið og mikill samhugur virðist hjá íbúum að gera enn betur með sinni bæjarstjórn þegar heimferðin hefst.
Bláa lónið opnar að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.