Grindvíkingar, þeir sem vilja fari heim fyrir Jól?

Íbúar Grindavíkur eru ýmsu vanir á sjó og landi, hafa staðið af sér margar jarðskjálftahrynur síðastliðin 3 ár. Harðduglegt fólk sem skapar mikil verðmæti og búa við fjölbreytt mannlíf. Það á skilið allt það besta af samborgurunum þegar óvissan knýr dyra. Gaman var að heyra í ungum dreng sem sagðist vilja heim þegar mestu lætin væru yfirstaðin. Sama sagði öldruð kona sem varð að yfirgefa Heimaey í gosinu 1973 og nú Grindavík.

Misvísandi álitsgjafar, fræðimenn í vísindum um framvindu kvikuinnstreymis eru ekki að auka hróður jarðvísinda á Íslandi. Oft ábyrðarlaust tal og spádómar þegar þeim er stillt upp fyrir framan myndavélarnar. Flestir fjölmiðlar fá fé frá ríkinu og eru í ákveðnu ríkisskjóli. Telja sig eiga að fá ábúðamikill svör? Þeir ráða för og geta skapað hræðslu út fyrir landsteina með fréttaflutningi og umfjöllun.

Gos á La Palma norðvestan við Tenerife fyrir um 3 árum fór yfir íbúðabyggð án þess að hafa í för með sér manntjón, en eignatjón varð mikið. Fréttir þaðan voru talsverðar en vöktu ekki mikla athygli á meðan gos stóð yfir í þrjá mánuði. Þeir svartsýnustu spáðu stórri flóðöldu sem myndi ná ströndum meginlandsins. Íbúar á Havaii og við Napólí á Ítalíu hafa oft þurft að flytja á brott í skyndi vegna eldgosa. Fylgifiskur þess að búa á eldgosalandi, þar sem síbreytileg kvika er undir niðri.

Þegar rætt er um mögulega gosstaði í kringum Grindarvík eru þeir á tiltölulega stóru svæði. Allt frá Eldvörpum til Fagradalsvæðisins og í áttina að Húsafelli norðaustan við Grindavík. Ef gos verður á þessu stóra svæði sem er allt að 100 sinnum stæra en byggðin í Grindavík eru margar flóttaleiðir í allar áttir. 

Íbúar eiga að fá að ráða meira för. Læra að meta áhættuna af dvöl á staðnum í samvinnu við Almannavarnir og björgunarsveitamenn. Alla vega þeir sem telja það óhætt að stunda vinnu á staðnum. Búa í haginn fyrir heimkomu íbúa. Ekki má gleyma að við hverja nýja raun fylgir áskorun.


mbl.is Nær engar líkur á gosi í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband