4.12.2022 | 17:38
Ullarsokkar og blóðidrifin slóð einveldis
Sanna Marin forsætisráðherra er skelleg og ákveðin þegar hún varar við hættunni í austri. Rússar hafa verið óútreiknanlegir og ráðist inn í nágranaríki þegar minnst varir. Þannig hefur á gengið í gegnum aldir og er hluti af einræðisstjórnarfari þar sem barist er hatramlega um völd á bak við tjöldin.
Finnar þekkja árásarstefnu Rússa og hafa barist hetjulegri baráttu til að viðhalda landsvæðum sínum og frelsi. Annálaðir fyrir þrautseigju þegar lítinn utanaðkomandi stuðning var að fá. Með sama hætti hafa baltísku löndin mátt þola óbilgarna árásastefnu úr austri. Eldri kynslóð á Íslandi ólst upp við að lesa bækur um ógnir og árásir Rússa sem fluttu hluta íbúa Eystrasaltslandana til Síberíu og í Gúlagið. Almenna bókafélagi gaf bækurnar út og varaði þannig við rússneska Birninum.
Jón Baldvin utanríkisráðherra þekkti þessa sögu og Davíð Oddsson þýddi sumar bækur bókafélagsins, þeir vissu því hvað var í húfi. Við hverju var að búast þegar viðurkenna skyldi rétt Eystrasaltslandanna til sjálfstæðis og fullveldis. Í tvígang höfum við séð Sanna Marín ræða við íslenska ráðamenn. Ekki ólíklegt að hún hafi viljað leggja áherslu á við styddum fullhuga umsóknaraðild Finna að Nató. Seinagangur við afgreiðslu umsóknaraðild Finna og Svía að varnarbandalaginu er með ólíkindum og endurspeglast í ummælum Marin í Ástralíu um bandalagið.
Á öðrum stað í Mbl. bloggi í dag reifar Birgir Loftsson sagnfræðingur fátæklega þátttöku Íslands í varnarbandalaginu. Undir slagorðinu að hér skuli búa herlaus þjóð um aldur og ævi er ákveðinn feluleikur sem gengur ekki upp. Lengi var hægt að hafa til afsökunar að hér búi fámenn þjóð í stóru landi, en ekki lengur hjá þjóð sem er með mjög háar þjóðartekjur á hvert mannsbarn.
Á meðan við þurfum ekki að eyða fjármunum í her gætum við stutt betur við bræður okkar í Úkraínu sem berjast við eitt öflugasta herveldi heims. Að hægt sé á netöld að ráðast inn í nágranaríki og láta öflugar nútímasprengjur rigna yfir íbúa er með ólíkindum.
Gott og gilt er að gefa ullarföt, prjónaðar af íslenskum mæðrum. Hinar bestu flíkur Íslendinga í gegnum aldirnar sem undirstrika að þjóðin komst í gegnum sínar myrkustu aldir með þrautseigju og aðstoð sauðkindarinnar. Betur má ef duga skal og kominn er tími til að sína stuðning sinn við lýðræðið í Evrópu. Sýna stuðning við kalda og stríðsþjáða þjóð, Úkraínu með verulegum fjárframlögum. Um leið sýna Bretum og Bandaríkjunum að við metum áhuga þeirra og framlag til varna Íslands. Gegnum heimstyrjöldina og allar götur síðan.
Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.