Sundabraut saga loforða. Sáttmáli Framsóknar og Samfylkingar

Í auglýsingum dagsins segir Dagur borgarstjóri að málefni um lagning Sundabrautar hafi verið leyst. Framkvæmdir hefjist árið 2026. Ljúka eigi framkvæmum 2031. Sáttmáli um það hafi verið undirritaður júlí 2021 með Framsókn og vegamálaráðherra. Nú sé komið að því að finna lausn á lóða og húsnæðismálum, uppfylla loforð sem gefin voru fyrir kosningar áður fyrr. 

Flestir vita hvað svona yfirlýsingar þýða. Málum frestað út í það óendanlega vegna óvæntra atvika. Samningur um eignalönd, tæknileg atriði og vöntun á fjármagni. Alþjóðleg samkeppni um hönnun er enn í skoðun og engin ákvörðun um göng eða brú. Engin heil brú í loforðalista stjórnmálamanna um Sundabraut?

Nýir flokkar sameinast um að setja sama málið á oddinn, áður en nokkur vissa er um hvar brautin eigi að liggja. Ábyrg framtíð, nýr flokkur er stórt nafn og sprettur ekki upp úr engu? Miðflokkurinn og flokkar fólksins ætla sér mikið að framkvæma en verður oft lítið ágengt.

Nýjar hugmyndir Ábyrgar framtíðar með að leggja brautina með viðkomu í Viðey og þaðan um Geldingarnes með landfyllingu við Þerney og síðan til Móa á Kjalarnesi stytta ökutímann frá Kjalarnesi og inn í borgina verulega. Virðist áhugavert verkefni fyrir fjárfesta líkt og göngin undir Hvalfjörð á sínum tíma. Þá er leiðin greið í gegnum Kringlumýrabraut suður til Keflavíkur. Virðist vera hagkvæmasta lausnin í fljótu bragði. Lagning Reykjanesbrautar til Keflavíkur er enn ekki lokið eftir nær 70 ár. Hver trúir því þá að tveir vinstri flokkar ljúki Sundabraut á 5 árum? Sjálfstæðisflokkurinn má eiga það hann framkvæmdi það sem lofað var í vegamálum eftir síðustu aldamót, undir stjórn Sturlu Böðvarssonar samgöngumálaráðherra. 

Í dag sjá margir fyrir sér að lagður verði vegtollur á þá sem fara Ártúnsbrekkuna. Krónur 1000-2000. Fram og til baka til að fjármagna byrjunarframkvæmdir um Sundabraut.

 

Úr yfirlýsingu ríkis og borgar frá 6.júlí 2021. M.B.L.;

„Sundabraut mun dreifa álagi, leysa umferðarhnúta og verður gríðarleg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu – og fyrir alla ferðamáta. Brúin verður aðgengileg fyrir gangandi og hjólandi og verður kennileiti borgarinnar. Yfirlýsingin markar tímamót því nú getum við brett upp ermar og hafist handa. Sundabrautin er efst á verkefnalistanum mínum. Við kynntum legu brautarinnar í byrjun febrúar og nú hefst næsti kafli umhverfismats, samráðs og hönnunar. Það er góður tími til að fara í opinberar framkvæmdir, sem skapa atvinnu á öllum stigum verkefna og auka hagvöxt í landinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

„Ég fagna þessari yfirlýsingu. Það er mikilvægt að leiðarval og undirbúningur Sundabrautar sé í traustum og góðum farvegi og að verkefnið sé unnið í víðtæku samráði. Þessi yfirlýsing tryggir það og undirstrikar mikilvægi samráðs við íbúa og hagsmunaaðila í næstu skrefum. Sundagöng og Sundabrú eru áfram megin valkostirnir. Í kjölfar félagshagfræðilegrar greiningar tekur við frekari samanburður og rýni á öllum umhverfisþáttum og mótvægisaðgerðum vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa af umferð fyrir nærliggjandi hverfi. Yfirlýsingin tryggir einnig að hagmunir almenningssamgangna, gangandi og hjólandi verða teknir inn í myndina ásamt hafnarstarfsemi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. 


mbl.is Kannanir vísbending um vilja fyrir breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband