Framsókn enn á skriði eftir Alþingiskosningar. Sjálfstæðismenn með miðjumoð.

Sigur Framsóknar var verðskuldaður í kosningum til Alþingis. Tveir ráðherrar flokksins komu inn áberandi með fylgisaukningu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú að gjalda fyrir útþenslustefnu í ríkisfjármálum. Báknið stækkar og stækkar sem aldrei fyrr, eitthvað sem hann var ekki kosinn til að framkvæma með VG. Áberandi er að Framsókn siglir beggja skauta byr, t.d með málefni Sundabrautar sem eru margfalt arðbærari og þarfari en Borgarlína. Að ekki sé talað um styttri leiðina upp á Kjalarnes.

Hætta er á að Viðreisn tapi atkvæðum ef hún sýnir ekki meira aðhald í borgarmálum. Kjósendur Viðreisnar munu væntanlega hafa skoðun á því? Píratar hafa mestan hluta kosningadags tíma til að kjósa, þrátt fyrir Evrópukeppnina. Yngri kjósendur hafa og annað viðhorf en þeir eldri, nota aðra fjölmiðla og eru ekki komnir með fjölskyldur til að framfleyta. 

Eitthvað mikið hefur gerst í framboðsmálum Sjálfstæðismanna og líklegt það sem margir segja að helstu frambjóðendur flokksins séu með of líka stefnu og núverandi meirihluti í Borginni. Skeri sig ekki úr með sín stefnumál og hann sé ekki trúverðugur? Falla á tíma og afkróast með VG sem vill stækka ríkismötunina. Ríkisvagninn og jötunninn, án þess að vernda sérstaklega þá sem verða undir í verðbólgu.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fer áberandi langt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband