Sælir eru víðförlir

Mestu auðævi Íslands er náttúran, heita og kalda vatnið. Víðernið og hið tæra loft sem kemur hingað yfir Atlantsála. Sama hversu oft við fáum stormviðri og byli í votu eða hvítu, þá birtir upp um síðir og gleðin við að uppgötva á nýjan leik undrin verður ofan á. Spjallaði við víðförlan aldraðan Íslending í dag í sundlauginni. Hann hafði búið erlendis í tugi ára. Kom heim meðal annars til að upplifa sundlaugaferðir og útilíf.

Stærstu og duglegust Grænlands vorfuglar er bústnir þegar þeir koma og rétt dreypa á ferskvatninu sem kemur úr uppsprettum ofan við fjörukambinn. Margæsin hefur hér skamma viðkomu og eru á braut samdægurs, eitthvað lengra. Nú er tiltölulega hlýtt og það gæti flýtt för þessa undra fugls vestur? "Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til", orti skáldið Sveinbjörn, á það jafnt við um menn og fugla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband