Joe Biden ekki af baki dottinn. Pútín búinn að brenna allar brýr að baki sér

Forseti Bandaríkjanna talar tæpitungulaust. Undirtitlum hans í Washington reyndu að draga til baka orð hans, en það er ekki neitt nýtt. Foringja er að koma á staðinn eða nálægt atburðunum sem eiga sér stað. Skilja hvar kreppir að og hvernig má aðstoða t.d. Pólverja og Úkraínumenn í þeim hremmingum sem yfir dynja á saklausu fólki. Rússland verður að skilja að Vesturlönd standa fast að baki þeim sem við átökin búa.

Danir áætla að taka við um 26000 þúsundum flóttamönnum frá Úkraínu og Íslendingar hlutfallslega ekki minna, sem þá væri um 2600 manns. Dómsmálaráðherra á Íslandi hefur talað á svipuðum nótum. Það er ekki mikið í ljósi þess að hingað hafa komið hátt í tuttugu þúsund manns frá Pólandi sem sest hafa hér að undanfarin ár. Pólverjar eru að taka á móti miljónum af flóttamönnum og þurfa á stuðningi að halda. Forsetinn er á réttum stað, eins og þegar John F. Kennedy kom til Berlinar í júní 1963. Honum var vel fagnað þegar hann hvatti til samstöðu með Berlínarbúum.

Bandaríkin hafa háð mörg blóðug stríð og reynt að verja lýðræðið og sjálfstæði ríkja. Nú eru komnar nýjar kynslóðir og vonandi hafa hinir föllnu og hugrökku ekki barist til einskis. Nýir tímar krefjast nýrra vinnubragða og hinum ógnandi einræðisherra þarf að sýna að stríð leysa ekki vanda. Selenskí forseti er nú þjóðhetja hjá tugmiljóna þjóð en var umdeildur meðal ýmsa sem nú standa fast að baki hans. Hér töldu margir áður fyrr um að Biden væri gamall og ekki til stórræða hæfur. Hann hefur nú afsannað það og enn eru Bandaríkin forystuland þegar virða skal mannréttindi og ríki sem aðrir vilja ráða yfir.

 


mbl.is Söguleg stefnubreyting dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband