Ekki stríð gegn óbreyttum. Auknar heimildir lögreglu

Fréttablaðið vekur enn athygli á að auka eigi eftirlitsheimildir með borgurunum. Lögreglan eða ákveðnir starfsmenn hennar gera mikið úr starfsemi glæpagengja, en þegar betur er gáð hefur það oft reynst blaðra sem allt loft hefur farið úr. Sérsveitir lögreglu og núverandi heimildir hafa t.d. komið í veg fyrir að hjólagengi "Engla" frá Norðurlöndum hafa náð hér fótfestu. 

Skemmst er að minnast þess þegar lögreglan blés út að erlendir kaupmenn í Kópavogi væru í peningaþvætti. Þar voru nýbúar að spreyta sig á að selja löndum sínum nauðsynjavöru. Þeir fengu háðulega útreið og voru gerðir eignalausir án þess að réttmæti aðgerða væri sönnuð. Fyrir utan það mikla álag sem var lagt á þá og fjölskyldur við rannsókn og yfirheyrslur sem ekki skiluðu sér í að finna sökudólga. Lögmenn þeirra stóðu sig vel í að sanna hve fjarstæðukennd þessi rannsókn var en fengu litla athygli löngu síðar.

Nýlegt morðmál í Rauðagerði var útblásið sem stærsta drápsmál hjá lögreglu en reyndist ekki svo þegar öll kurl komu til grafar. Nýlega voru rannsóknarheimildir Skattrannsóknarstjóra takmörkuð og send í vandaðri ferill af fjármálaráðherra. Þá hafði þurft að fella niður hundruð rannsókna sem voru á skjön við mannréttindi í Evrópu. Mál Aserta og Samherja voru í sérstakri forrannsókn innan Seðlabanka Ísland. Niðurstöður Aserta málsins má lesa enn um á DV Eyjan. Sáralitlar bætur fengust þegar viðkomandi voru sýknaðir. Jóhönnustjórnin skildi eftir sig mörg óþörf rannsóknarverkefni sem enn er verið að ræða.

Athyglisvert að þeir sem skipta með sér Dómsmálaráðuneytinu á kjörtímabilinu eru þar til skamms tíma. Þau þurfa að útskýra betur ýmis mál sem þau hafa sett á oddinn og hafa verið gagnrýnd. Sagan segir okkur að þörf er á auknu lýðræðislegu aðhaldi þegar lög og heimildir eru hertar. Sjálfstæð blöð skipta þá miklu þegar umræða er tekin um breytingar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband