21.3.2021 | 22:05
Leiðbeiningar og stýring eða óttablandin forsjáhyggja.
Fagna ber að björgunarsveitir séu til taks á staðnum eins og áhuga fólks á útigöngu, ferð á eldstöðvar sé það vel búið. Farsælast er að hafa áður gengið 10 km eða lengra á einum degi. Syðsta leiðin virðist vera frá fjallinu Slaga við Suðurstrandaveg. Um 4 km inn Nátthaga og upp á hæð sem umlykur Geldingadal, 272 m yfir sjávarmáli gegnt Stórahrúti, um 100 metrum lægri hæð en Keilir, 378 m2. Þá ætti að blasa við hið stóra íslenska hringleikhús í fjallasal.
Vegalengdin að gosstöðvunum er mun lengri ef farið væri frá Grindarvíkurveginum. Til samanburðar var vegalengdin frá Skógarfossi að gosinu á Fimmvörðuhálsi tvöfalt lengri, yfir 12 km aðra leiðina. Allar verða von er í mars á þeim magnaða hálsi sem er í yfir 1000 metra hæð.
Þegar ég var að undirbúa mig fyrir ferð til að sjá þetta einstaka og fallega gos daginn áður ofan við Skógarfoss voru ungir fullhugar að leggja í hann og ætluðu ekki að missa af sjónarspili næturinnar 28. mars 2010 (þá hafði gosið staðið yfir í átta daga). Þeir voru misjafnlega undir ferðina búnir, en býsna borubrattir á niðurleið þegar við mættum þeim 14 tímum síðar. Þá hafði verið snjókoma á hálsinum og vélsleðar víða að sjá kæmu upp slysatilfelli.
Allt sem vantar við gönguferð í Geldingadal er að sjá á netkorti merkta gönguleiðir. Leiðbeiningar frá Björgunarsveitum eða Lögreglu en ekki ásýnd misjafnlega ráðagóða, óttablandinna forsjámanna. Björgunarsveitir þurfa að geta tekið við greiðslum á staðnum frá göngufólki vakti þeir svæðið. Lögreglan fær venjulega fjárveitingu með rökstuðningi. Hér er einstakur viðburður og upplifun nálægt byggð sem getur fært landinu dágóðar tekjur og auglýsingu, en betra er að gosið standi lengur en út mánuðinn.
Verða með vakt við gosstöðina í alla nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.