17.3.2021 | 22:34
Mikið talað en minna framkvæmt.
Mikið af óraunhæfri bjartsýni of snemma. Verðlag er hér í hærri kantinum og kostnaðurinn mikill við að ná inn í landið hverjum ferðamanni. Félagssamtök og stjórnvöld geta unnið sameiginlega við að lækka kostnað, losa okkur við óraunhæfan kostnað.
Að bjóða viðspyrnustyrki hjápar fáum þar sem kostnaðurinn við að skapa hvert starf er margfalt meiri. Oft tugir miljóna í ferðamanna og hóteliðnaði þar sem boðið er upp á hátæknistörf. Fyrrverandi framkvæmdastjóri SAF vísaði allri umræðu um sameiginlega bókunarstöð fyrir Ísland á bug og bar við samkeppnisástæðum.
Erlendar bókunarfyrirtæki taka hér inn tugi prósenta af hverri bókun og vilja einnig fá prósentur af söluskatti og gistináttagjaldi þegar það var og hét. Þessi alþjóða fyrirtæki borga hér enga skatta, aðstöðugjöld eða fasteignaskatta eins og hótelin. Hér gæti ráðherra og félagasamtök átt frumkvæðið og sett á stað vinnu sem byggist á að hafa Bókunarmiðstöð fyrir Ísland. "Direct booking."
Fyrirmyndir eru af þessu er að finna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Athugum að stórar bókunarkeðjur í Evrópu taka ekki í mál að greiða söluskatt af þóknun. Gott ef það er ekki óheimilt í lögum. Hér er engin viðspyrna. Augljóst er að það verður að lækka verð þegar horft til framtíðar. Samkeppnin er alþjóðleg. Þegar Þjóðverjar fara í 300 flugvélum til Malorka um páska vita þeir að hverju þeir ganga og bjórverð er enn lægra en í Þýskalandi.
Fréttablaðið greinir frá því í dag að fasteignaskattar af atvinnuhúsnæði hafi hækkað um 50% frá 2015. Verðbólga er yfirvofandi og væri það ekki fyrir góða fjármálastjórn á sama tíma væru vextir ekki að lækka. Í pólitík má ekki hrósa því sem vel er gert þá er eins og margur fari af hjörum. Góðir ráðherrar og oft frábærir stjórnendur verða að ganga hljóðlega um til að raska ekki ró?
Þurfum að hefja viðspyrnuna núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.