7.3.2021 | 04:43
Draumur eða veruleiki úr Fagradal
Nákvæmlega klukkan tvö vakti mig uppvakningurinn frá fjallinu fagra, enginn draumur. Enginn Harri hrekkur, enginn fljúgandi spámaður, ekki einu sinni brot úr helgisögu eða smásaga af fegurðardrottningu eftir Ástu skáldkonu.
Til að ná áttum fletti ég upp í Stóra Hraunmanninum og sá að eldgjörningar höfðu verið á Skaganum á tólftu öld. Litla athygli vakið eða umfangið komist í sögubækur annað en um Afstapann suður við Kúagerði. Engar sögur fara af því að Suðurnesjamenn hafi ekki náð til Hafnarfjarðar eftir að hafa áð við Fögruvík. Hvað hefur þá orðið um Fagradal en Fögurvíkurnafnið stendur óbreytt?
Löngu eftir þá viðburði kom kaflinn um jarðskjálftahristing sem hafði náð alla leið til Álftarnes og haldið við þrýstingnum á heitavatninu sem kraumar enn undir niðri á öllum nesjum. Hitagjöfinni sem aðallega kom að gagni rétt fyrir stríðsbyrjun með hjálp lærðra góðverkamanna í Reykjavík. Enga hrakspámenn upp á mitt taflborð á meðan ég hef lítinn eftirhristing.
Lít út um gluggann minn og sé að götuljósin loga við vegkantinn. Þvílíkir fagmenn allir kapalalmenn, járna og vélmenni sem geta haldið orku og stöðugleika uppi, greitt götu okkar að sífellt nýjum upplýsingum. En hvernig getur þessi glaðhlakkalegi hryssingur átt öll sín upptök í fagradal, spyr sá sem ekki veit.
Jarðskjálfti upp á 5 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.