Aukin bjartsýni. Ný tækifæri með Grétu

Dauðsföll af völdum pestarinnar fara snar minnkandi í löndum þar sem hún kom fyrst upp. Vírusinn er eins og vatnið leitar að farvegi, og herjar helst á þá veikustu sem eru í áhættuhópi. Í fjölmennum þéttbýlum þjóðfélögum eru þeir margir og oft eru hreinlætisaðstæður bágbornar.

Í Kína renna stórfljótin mörg þúsundir kílómetra til sjávar, kolmórauð af úrgangi sem fellur til á langri leið. Umhverfisáhrifin gríðarleg eins var við eldgosið í Eyjafjallajökli. Iðnaðurinn og þéttbýlið í Kína er á tiltölulega litlu landsvæði, þar er verið að framleiða stóran hluta af heimsframleiðslunni. Vesturlöndin styðja við þessa framleiðslu með kaupunum og gera litlar kröfur um að iðnaðarvörunar sé framleiddar í viðunandi umhverfi. 

Hér er hafin vakning um að endurnýja úrgang, en í raun er endurvinnslan skammt á veg kominn. Gréta hin sænska hefur talað en foreldrarnir seinir að taka við sér. Það góða við boðskap Grétu er að hún sýnir fordæmi og dregur úr sóun. Leiðir okkur inn á braut nýrra tækifæra með breyttri hugsun. Íslendingar eru einstaklega heppnir að hafa mikið af hreinu köldu vatni og heitu til baða og upphitunar. Íseyjan ætti að geta verið land hreinleikans þar sem útsýni er stórkostlegt eins og á sólríkum degi í dag.

 


mbl.is Það versta er yfirstaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er ekki rétt hjá þér, því miður.

Kína hætti að telja fyrir tveim vikum, önnur lönd hafa hætt að telja frá og með þessari viku. Ástæðan er einföld, það er sjúkdómurinn sem er alvarlegur ekki veiran sjálf. Við þurfum að ráða niðurlögum á henni.

Þegar búið er að ráða niðurlögum á veirunni, munum við gefa okkur að Kínverskum kommúnistum. En það eru þeir og tyranni þeirra, sem er ábyrg fyrir því sem er að gerast.

Örn Einar Hansen, 14.3.2020 kl. 09:52

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

 Sæll Bjarni.  Mikið af samsæriskenningum eru alltaf í gangi, margir fjölmiðlar lifa á slúðri, skapa ótta og tortryggni. Þú þekkir betur til hvað einræðisstjórnin í Kína leyfir sér þar sem þú hefur búið í Kína. 

Það er ekki langt síðan það var hungursneyð í Kína og gerræðisvald byltingamanna. Það er löngu breytt og kommúnistaflokknum hefur tekist betur að þróa og bæta kjör manna heldur en t.d. Rússlandi. Ætli frjálsræðið sé ekki meira en hjá Pútín? Mín reynsla er sú að maður ferðast ekki langt nema alltaf að vera að sýna skilríki, en það var líka í Rússlandi með svipuðum hætti. Fólk var hrætt við valdstjórnina.

Þegar verslað er við Kínverja sýna þeir alltaf mikla auðmýkt. Byrja á að þakka fyrir stuðninginn og traustið. Fylgja svo öllum viðskiptum eftir af fagmennsku og nákvæmni, enda þaulvanir verslunarmenn langt aftur í aldir. Baráttan í HonKong fyrir frelsinu er ein spegilmyndin. Vonandi tekst þeim að auka tjáningarfrelsið án þess að það þurfi að kom til átaka. Ef upplýsingaflæðið væri í lagi og vald borgara meira myndi fljótt draga úr menguninni. Gleymum samt ekki að Vesturlönd eru einnig með sín mengunarvandamál.

Sigurður Antonsson, 14.3.2020 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband