12.3.2020 | 23:10
Veiran virðir ekki landamæri. "Þvoið hendurnar"
Veirufræðingurinn norski, Orjan Olsvik sem starfað hefur allt sitt líf við að skilgreina veirur og smitfaraldra varar við óþarfa ótta vegna Kórónuveirunnar. Hann tekur og fram að Covid19 sé ekki hættulegri en Sars veiran og álíka smit sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Í frábærum fundi í kvöld á Stöð2 heyrði ég ekki betur en viðmælendur hans, landlæknir, sóttvarnalæknir og lögreglufulltrúi væru líkt þenkjandi.
Traustvekjandi var að hlusta á þau svara forvitnilegum spurningum borgara. Sóttvarnalæknir tók fram að til lítils væri að loka landamærum landsins þegar von væri á tugþúsundum Íslendinga sem væru á ferðalagi erlendis. Hann tók og fram að árum saman hafi embætti hans unnið að vörnum og viðbrögðum við smitsjúkdómum.
Í heimalandi Olsvik, Noregi er verið að grípa til þess ráðs að loka skólum og fyrirtækjum, sem lýsir meir óttaviðbrögðum en skynsemi sem byggist á reynslu og ráðum þeirra bestu fagmanna. Smit í Noregi eru tiltölulega færri en á Íslandi. Viðbrögðin ekki alltaf skiljanleg. Allir eru sammála að sýna fyllstu varkárni og styrkja ónæmiskerfið. Bretar eru meðal þeirra sem telja vonlaust að hindra tímabundið öll smit og loka þeir ekki skólum eða fyrirtækjum nú. Á upplýsingafundi ríkistjórnar Boris Johnson var vandlega skýrt frá því hvaða rök lægju að baki. Uppbyggjandi fundur. "Þvoið hendurnar" voru lokaorð Johnson.
Dauðsföllin sem rekja má til Kórónuveirunnar eru orðin um 5000 á nær tveimur mánuðum hjá þjóðum sem eru um einn fjórði hluti jarðarbúa. Á sama tíma hafa um 2 milljónir dáið eðlilegum dauðdaga í þeim þjóðlöndum.
117 smit staðfest hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.