Wuhanáhrifin og óttablandin hrifning

Kína er stórveldi og staðreynd sem ekki verður umflúið. Valdahlutföll eru síbreytileg og hreyfast eins og stórt skip, hægt. Sjúkrahúsið í Wuhan reis á 8 dögum og annað eftir því þegar herinn og stjórnvöld leggjast á eitt. Viljum oft gleyma þessum staðreyndum.   Nýi vegurinn fyrir ofan Hafnarfjörð sem tekur á annað ára að gera hefði með sama hraða verið fullgerður innan við viku. Vinnuvélar við vegagerð í Kína eru oftast að 24 tíma alla vikuna, en hér mun öflugri og dýrari tæki, aðeins í notkun um 5 klukkustundir á dag. Skýrir veldishraða sem við gleymum oft. Þegar Bandaríkin og England byggðu hér flugvelli var virðingin ótta blandin, en mikilsverður þáttur í framþróun. Margir óttast efnahagsáhrif af Wuhanveirunni, en þau munu einnig gagnast Íslandi sem hefur hreint loft og regnvatni frá Atlandshafi og norðurheimsskautinu. 

Vegna Wuhansóttar er afhending á milljónum Apple símum frestað og hlutabréfavísitölur falla. Kínastjórn lofar 22 billjónum dollara innspýtingu inn í hagkerfið til að forða að það dragi úr hagvexti, gæti fallið niður um mörg prósent í Kína. Margfeldisáhrifin augljós og smáríki lítið tannhjól í verkinu en áhrifa gætir víða . Hin voldugu Bandaríki stefna í að vera með um 15 prósent af heimsframleiðslu þegar Kína er með 42% hlut og brunar áfram. Hagfræðingar ná varla að skrá tölurnar. Er von nema Trump óttist áhrif Kína á atvinnuástandið heima og grípi til fálmkenndra viðbragða? Lýðræðið er seinvirkt og frjálsar kosningar í lýðræðisríkjum valda spennu. Aðeins fullhugar fara í kosningar og þurfa stöðugt að berjast um hylli kjósenda.

Bandaríkin voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Ísland og þar að auki kom Marshallaðstoð til að styrkja okkur í framleiðslunni. Flest sem frá Ameríku kom í kjölfarið olli hrifningu og aðdáun, einkum afurðir frá Hollywood. Sama má segja um England eftir Brexit. Hrifning Breta á Ameríku hefur varla verið meiri síðari ár. BBC er með langa fréttatíma þar sem stærsta hluta eru fréttir frá USA og stjórnin treystir á að gera góðan viðskiptasamning við Trumpstjórnina. 

Lýðræðið er í framþróun í Kína. Utanríkisviðskipti aukast og eins ferðalög sem upplýsa milljónir Kínverja um lýðræði Vesturlanda. Vesturlönd hafa verið duglegust að versla við Kína og byggja upp stórveldið Kína. Sars vírusinn 2003 var skammvinur. Baráttan við Wuhanbakteríuna verður háð áfram, en með meiri meiri hraða en tókst að vinna á berklum og spánsku veikinni. Samvinna og nútíma viðskipti skipta þar mestu máli. 

 


mbl.is 362 látnir úr kórónaveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband