Hækkandi olíuverð og stríðshætta áhyggjuefni

 

Óskhyggja Trump um að aðgerðir hans leiði til samninga við Írani eru álíka óraunverulegar og þegar hann hugðist kaupa Grænland. Samtali hans við Kim Jong var góð tilraun og gaf von um að vænta mætti stefnubreytinga einræðisherrans. Ekkert hefur verið slakað á einræði eða fólkinu gefin von um meira frelsi. Trump forseti var í sviðsljósinu allan tímann. Margir töldu að nú væri kominn maður er kynni að höndla harðstjóra á réttu augnabliki. Á sama tíma óttaðist Kim að leki frá kjarnavopnaframleiðslunni gæti leitt til dauða fjölda fólks eins og átti sér stað í Úkraínu.

Utanríkisráðherra BNA er fyrrverandi liðsforingi og yfirmaður CIA. Skilaboð hans til Evrópuleiðtoga þegar þeir vöruðu hann við hertum þvingunaraðgerðum á Írani eru barnalegar. Stuðningur BNA við fyrrum keisara í Íran, stjórnvalda í Sýrlandi, Sádi- Arabíu og Ísrael hafa ekki lægt öldur í Mið-Austurlöndum. Árásinn á Osama Bin Laden var ákveðinn léttir, en ólögleg beiting eldfluga í Íran veldur ótta alþjóðastofnanna um að þessi tækni verði notuð meir án samráðs. Stöðugar erjur og tollahækkanir sem beinast að Kínverjum eru ekki að skila öðru en óróa og minnkandi viðskiptum á milli landanna.

Hlutur BNA af heimsframleiðslu minnkar áfram og nú eru þeir komnir í 3. sæti á eftir Kína og ESB. Geta þeirra til að hafa áhrif á stjórnarfar annarra ríkja verður áfram mikill. Framleiðsla á mann hefur einnig hækkað í stjórnartíð Trump, en verði stríð er sá bati fljótur að hverfa. 

Í fámennu eyþjóðfélagi hækkar olíuverð strax til útgerðar og annars atvinnurekstrar. Verði hækkanir viðvarandi dregur það úr flugferðum, varla ábætandi ofan á áróður umhverfissinna og kröfur um enn meiri skattlagningar á flug. Fækki komum ferðamanna, segir það fljótt til sín þegar hlutur ferðaþjónustu er 42% af útflutningi.


mbl.is Flugskeytum beint að Bandaríkjamönnum í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband