Langur aðdragandi og mikill eftirmál?

Nú er ekki skortur á eftirárskýringum á falli WOW. Á meðan hreyflarnir snérust og menn komust fyrir 230 dollara yfir Atlandshafið og til Kanaríeyja biðu flestir spenntir og fámálir eftir endalokunum. Bestu skýringarnar komu frá viðskiptabanka WOW og skal engan undra, en hversvegna nú en ekki fyrr? Hvað um 10% vexti af skuldabréfunum í útboði?

Helstu ástæður gjaldþrotsins: Há laun, háir vextir, lítið aðhald og ekki lagt í varasjóð þegar best gekk, hækkun eldsneytisverðs meðan eldri flugfélög höfðu keypt tryggingu fyrir sveiflum á olíuverði. Leigan á A330 breiðþotum jók enn á tapið. Fáir nefna háa leigu á flugvélunum sem er líklega einn megin áhrifavaldurinn.

Athyglisvert að flug var snemma lagt niður til Ísraels, en þar fannst mönnum fátt spennandi við flug félagsins. Í þess stað var horft til Indlands. Áður hafa mörg íslensk flugfélög lagt upp laupana en þá hefur verið minna um skýringar. Kannski er það vottur um meiri fjármálaþroska að nú er leitað eftir dýpri skilgreiningu.


mbl.is „Tónninn er eðlilega þungur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband