Vilji til umbóta en hægt gengur.

Umboðsmaður segir að æðsti handhafi ákæruvalds hafi verið með blikkandi rauð ljós á réttmæti aðgerða Seðlabanka árið 2014. Á mynd Mbl. sem fylgir fréttinni má sjá þingmenn Sjálfstæðis og Miðflokks, en lítið ber á öðrum þingmönnum. Oftast eru það skilvirkustu þingmennirnir sem hér vinna hin mikilvægustu mál. Á annan tug nefndarmanna skeggræða um þessi mikilvægust réttindi borgaranna.

Í öðrum þjóðlöndum væri útvarpað og sjónvarpað beint frá slíkum fundum. Ræður Ríkismiðillinn hér för? Stór hópur manna vill ekki raska ró embættismanna þótt lýðræðið byggist á skilvirkni. Nú eru liðin ár og tíð síðan tveir ríkissaksóknarar létu af störfum vegna aðildar sinnar að upphafsrannsókn Guðmundar og Geirfinnsmálsins. Gagnrýni á störf þeirra stóð árum saman.

Árið 2016 kom út athyglisverð bók um Gjaldeyriseftireftirlitið, Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason. Þar eru fleiri mál reifuð og rannsóknarvald Seðlabanka gagnrýnt. Ríkissaksóknari gefur lögmönnum Seðlabanka aðvörun 2014. Sjaldgæft er að embættismenn þurfi að láta af störfum vegna umdeildra starfa sem fara gegn fyrirtækum og borgurunum. Kerfið ver sína?  

 

 


mbl.is Kallar eftir afsögn seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 "Kerfið" (embættismannaelítan) er orðið þjóðríkinu yfirsterkara og þar fara gjörspilltir embættismenn, sem ráðherfur hlusta á, fremstir í flokki. 

 Skelfileg staðreynd, sem ganga mun af lýðveldinu dauðu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.3.2019 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband