Fjármálakapall framtíðar. Óútfylltur víxill

Ný skuldasöfnun landsmanna? Sanna að of bratt hefur verið farið í að greiða niður erlendar skuldir. Bjarni Benediktsson hefur fengið flest prikin fyrir að greiða niður erlendar skuldir. Fyrir að afnema tolla og gjöld en fær bágt fyrir að auka ríkisútgjöld eins og skoðanakannanir sýna.

Nú ætlar ráðherra Framsóknar að leiða samtalið um ný vegagjöld. Láta útlendingana borga, eins og það hafi ekki verið gert með bifreiða og bensíngjöldum. Það afsakar ekki að fresta vegabótum við Hafnarfjörð og Hveragerði um 2-4 ár, þar sem slysahættan er mest. Óafsakanlegt er að ekki hefur verið gerður tvíbreiður vegur ofan við Hafnarfjörð. Í nokkur ár hefur aðeins vantað áherslumuninn, malbika á því næst tilbúnum vegstæði til Straumsvíkur. Kostnaður sem er lítill hluti af ágóða ríkisbankanna, gæti numið fimm miljörðum.

Vegagjöld kunna að verða nauðsynleg til að leysa vanda sem fyrri tíða stjórnmálamenn gátu fjármagnað úr ríkissjóði. Innheimtan verður færð yfir á þá sem nota vegina og þar verður til mikill millifærsluvinna sem leggst á bifreiðaeigendur sem verða gerðir ábyrgir. Aukinn kostnaður á atvinnurekstur og þá sem búa út á landi. Embættiselítan verður stikkfrí eins og áður og stjórnmálamenn munu reyna að hafa marga enda ónýta ef að líkum lætur. Vegamálaráðherra hefur gefið í skin að með vegagjöldum verði auðveldara að mæta breytingum sem fylgir aukningu rafbíla og með minni eldneytisgjöldum. 

 


mbl.is Lán Vegagerðarinnar greidd með vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband