17.6.2018 | 14:01
Dramb er falli næst. Fjöldi áhorfenda skiptir ekki öllu máli
Oflæti er hættulegast Íslendingum. Myndin sem fylgir einni fréttinni sýnir að brotið er á Messi með handartogum. Fréttamaður segir í einum texta að Birkir sé í varnarbaráttu. Athugasemdir Messi eru réttmætar. Liðið lék varnarleik og kom vel út úr því.
Tek það fram að ég er ekki mikið inn í fótbolta. Var lítillega í KR og síðan í Þrótti þar sem ungir menn voru jafnari. Lítill þjóð má ekki ofmetnast af því einu að standa uppi í hárinu á úrvalsliði. Það eru um 70 ára síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í bresku getraununum. Allar götur síðan hefur það verið draumur fárra að spila í toppliði, komast í fremstu röð.
Ekki má gleyma að almenningur og bæjarfélög hafa sýnt fótboltanum meiri stuðning en öðrum íþróttum. Byggt íþróttahallir og grasvelli fyrir tiltölulega fáa. Með keppnisíþrótt þar sem reynt er að byggja upp sjálfstraust heillar þjóðar. Argentínumenn eru 130 sinnum fleiri og hafa ýmislegt sameiginlegt með Íslendingum.
Búa á ystu mörkum suðlægðar byggðar. Búa við óútreiknanlega verðbólgu og stjórnarfar sem byggist á tíðum stjórnarskiptum. Kraftmikill þjóð og miklar kjötætur eins og hin norðlæga smáþjóð.
Ísland gerði ekki neitt, sagði Messi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Argentína á það sameiginlegt með Íslandi að hafa á ákveðnum tímapunkti gert tilraun með innleiðingu verðtryggingar á fjármálamarkaði.
Það sem er ólíkt er hinsvegar að Argentína hvarf frá þeirri tilraun fyrir löngu síðan en Ísland er ennþá efnahagsleg tilraunastofa.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2018 kl. 14:53
Takk fyrir innlitið Guðmundur
Verðtyggingarlög Ólafs Jóhannessonar voru gild þá hafi hún verið réttmæt. Sambandið var í niðurlagt og almenningur í sárum eftir óðaverðbólgu. Margar ár hafa runnið til sjávar síðan. Eftirtektarvert að við skulum enn vera að íþyngja lántakendur með ofurtryggingu. Miklar kröfur um skatta á banka bæta ekki úr. Ríkisstjórnir hafa getað skattlagt þá um fram það sem gerist erlendis. Löggjafinn hefði átt að getað tryggt stöðugt gengi án þess að vextir og tryggingar séu langt um fram það sem gerist á Vesturlöndum.
Einn Argentínubúinn hélt því fram að íslensku leikmennirnir væru sterkir og miklar kjötætur. Kannski er það samanburður við rándýrin. Verða menn árásargjarnari og djarfari við nýmeti úr dýraríkinu? Get ímyndað mér að steikurnar séu stórar hjá þeim.
Verðbólgan í Argentínu er yfir 20% en í Brasilíu er hún innan við 3%. Eitthvað er ekki að ganga upp hjá þeim efnahagslega? Fótboltinn er hins vegar ástríða, eykur sjálfsöryggið?
Sigurður Antonsson, 17.6.2018 kl. 17:37
Það er líka athyglisvert að þó að verðbólgan í Argentínu sé núna svo há sem raun ber vitni, dettur engum þar í hug að reyna aftur innleiðingu verðtryggingar.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2018 kl. 17:51
Fyrir 2008, stóðu Íslendingar upp og sögðu sig vita miklu betur um fjármál og fjármálamarkaði en allir aðrir í heiminum. Nú, á að reisa Hótel á hverri þúfu ... hvað eigi að gera við öll þessi Hótel, þegar ferðamannastraumurinn minnkar ... er ekki spurningu sem mann svara. Jú, dramb er falli næst ... ekki vegna drambsins, heldur vegna "hetjudýrkunar". Messi er bara sauður, sem er á réttum stað ... en það er ekki hann sem skorar, heldur þeir sem skjóta boltanum í hann ... til að fá boltan að "stutsa" inn í markið. En "hetjudýrkunin" selur dagblöð, og með nægilegr auglýsingu ... einnig vörur, sem "heimskur" almenningur kaupir, eins og kallinn sem keypti sér lamborghini af því að það var mynd af fallegri stelpu, og heilabúið hafði ekki meira vit en svo ... og persónugerfið ekki betra, en að til að ná sér í stelpu, þurfti hann "lengingu" á persónugerfinu ...
Þetta er hættan, alltaf ... "hetjudýrkun". Hún þjónar einungis þeim sem vilja græða peninga á henni ... en, því verður ekki neitað að Íslendingar gætu notfært sér hana til að selja vörur sínar.
"Drekktu Íslenskt lýsi og vertu sterkur eins og Íslenska landsliðið í fótbolta".
Að dýrka "hetjur", hvort sem maður kallar þá "Tarzan", "Superman" eða "Messi" ... er ekki gjöfult neinum.
Örn Einar Hansen, 18.6.2018 kl. 05:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.