Samkeppni ríkir en frjáls rekstur er erfiður

Sætindin og jólaskrautið í Costco er yfirgengileg. Ungir og gamlir fylla kerrur af stórum kínverskum böngsum, jólaljóskerum og konfekti. Viðbúið var að verslunin Kostur myndi þykja krambúðaleg hjá kaupglöðum Íslendingum samanborið við ameríska risann.

Vöruvalið í Costco hefur talsvert breyst og nýjabragðið er að fara af versluninni. Það sem stendur upp úr eru vörur þar sem samkeppnin var minnst. Vörur sem eru gæðameiri og verð lægra á markaði. Þannig virkar frjáls samkeppni.

Því er ekki að heilsa hjá mörgum opinberum rekstri, einkum eftirlitsiðnaðinum sem lifir sínu eigin lífi. Þar sem ekkert val ríkir meðal þeirra sem eru settir undir hið nýja vald.

Er ný ríkisstjórn líkleg til að setja einhver takamörk á hina nýju stétt. Mun Lilja gera uppskurð á ríkisútvarpinu? Mun ráðherrann auka flóru fjölmiðla og skapa val hjá landsbyggðafólki sem hefur nær eingöngu "Okkar allra".

Undanfarið hefur hver fjölmiðillinn á fætur öðrum gefið upp öndina eða færst til blokka. Einkarekstur á í stöðugri baráttu við að halda velli. Mun hin nýja "stöðugleikastjórn" sjá um að jafnræðis sé gætt eða auka miðstýringu?


mbl.is Versluninni Kosti lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband