Kosningabaráttan hingað til hefur snúist um yfirboð og bullur.

Á fótboltaleikjum hafa bullur og óþokkar verið teknar föstum tökum. Fjarlægðir áður en þeir eyðileggja og skemma. Í Evrópu eru menn að leita að leiðtogum stöðugleika, en ekki að þeim sem eru með yfirboð, vilja eyða og spenna. Kosningar í vestrænum löndum snúast um að leyfa atvinnulífinu að blómstra. Þá batnar hagur almennings. 

Lífskjaraaukning eins og hér undanfarin 4 ár er nær óþekkt í Evrópu. Aðgerðir Bjarna Benediktssonar í hafta, tolla og vörugjaldamálum hefur skilað neytendum lækkuðu vöruverði með komu erlendra stórverslana. Aldrei áður hefur verið eins ódýrt að fljúga. Hægri menn eru hófstilltir og feimnir við að sýna fram á árangur sem þeir hafa náð. Leyfa andstæðingum að leika sér með loforðalista sem aldrei verður efndur.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur voru stærstir var það keppikefli að gera láglaunafólki kleift að eignast húsnæði. Lægstu launin eða persónuafsláttur hefði átt að hækka meira fyrir þá lægst launuðu. Ef verðbólga heldur áfram að vera lág ætti að vera hægt að bjóða vexti af íbúðalánum á sérkjörum til 30-40 ára eins og á Norðurlöndum. Engin yfirboð heldur raunveruleikinn.

 

 


mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband