Einstök samfélagsumfjöllun í Morgunblaðinu um perlur norðursins.

Einangrað samfélag virðist hafa lítinn ávinning þegar náttúruperlur eru virkjaðar. Væri ekki sanngjarnt að nær samfélagið fengi hluta af orkuverðinu til uppbyggingar í sveitinni. Orkutoll sem færi í vegabætur og til að styrkja byggð. Byggðin er einn hornstein þess að verðmæti verða þarna til. Án byggðar væri meiri kostnaður fyrir orkuveituna og minna öryggi við rekstur veitunnar.

Hvalá og Rjúkandi er einstök náttúrusmíð sem fellur með mikilli tign og ákefð fram um stórbrotið landslag. Greinar Sunnu Ósk Mbl.is er vönduð og einstök kynning á nærsamfélagi. Af mannlífið sem er órjúfanlegur hluti náttúruaflana sem þarna birtast. 

Fór þarna um með göngufólki fyrir allmörgum árum. Minningarnar eru ótrúlega skýrar og eftirminnilegar. Leiðin sem við fórum frá Reykjarfirði og Gjögri norður í Reykjarfjörð var einstök og tignarleg. Norðan Hvalár og til Eyvindarfjarðar var fremur eyðilegt því byggð hafði lagst af fyrir löngu en einstöku býli stóðu uppi og biðu örlaga sinna. Refurinn hafði unnið á fuglalífinu en við ströndina var selur á skerjum. Myndin sem fylgir greininni af selunum er listilega falleg og undirstrikar fegurðina við Ófeigsfjörð.

Hápunktur á ferðalaginu var gisting á Hótelinu í Djúpuvík. Vertinn ljúfi, Eva og Ásbjörn, kræsingar á borðum var tákn um mikla reisn þess mannlífs sem þarna er lifað. Þrautseigju náttúrufólks sem vill gefa af auðlegð sinni. Þegar komið var út á verönd hótelsins eftir góðar veitingar mátti sjá stórhval koma inn fjörðinn og stinga sér eftir síld fyrir framan hótelið í miðnætursólinni.

Ferðalag sem toppar allar skoðunarferðir í sólarlöndum og skýrir hversvegna fólk kemur langt að til að heimsækja landið í norðri. Án mannlífs á Ströndum væri allt torskyldara og náttúran fátæklegri. Hver veit nema að í náinni framtíð verði gerður aftur bílvegur norður í Ófeigsfjörð. Malbikaður vegur upp Hvannadal til Ingólfsfjarðar? Hver veit nema á þeirri leið kæmi vindmyllugarður í framtíðinni? 

Raftollur til að styrkja byggðina gæti flýtt þeirri þróun og ætti að vera skilyrði fyrir virkjunaráformum. Sem betur fer eru ákvarðanir um virkjanir farnar að taka meira mið af nábýlinu. Ferðaþjónustan mun einnig þurfa sinn skref af raforkunni og mun verða mun betri greiðandi en stóriðjan. Efir 40-50 ár er virkjunin búin að borga kostnað allan og þá geta þeir sem þá lifa ákveðið hvort þeir vilji endurheimta umhverfi fossana.


mbl.is Snerist hugur um Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Uppistöðulón eru ekki afturkræf. Uppistöðulón eyða öllu. Svarti dauði lónanna blasir við hverjum þeim, sem nennir inn á hálendið og sér sand og moldarauðnina, þar sem áður blasti við óspillt fána.

 Það mun taka hundruð, ef ekki þúsundir ára, að moka yfir virkjanaþvæluna.

 Að endurheimta umhverfi fossa er einfaldlega ekki í boði, því miður, eftir að virkjað er.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.10.2017 kl. 06:03

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þegar allar staðreyndir liggja á borðinu eru það hreppsfulltrúar sem ákveða? Ef ferðaþjónusta framtíðar á að ná til Stranda er hér um að ræða mjög áhugavert hálendi og strönd við Heimskautsbaug. Ferðamenn breyta einnig umhverfi og krefjast greiðra leiða. Hvernig mannlíf og atvinnuvegir fara saman er alltaf spurning sem heimamenn eiga að ráða mestu um? Virkjanir eiga alfarið að vera í eigu landsmanna?

Ef litið er til síldarverksmiðjunnar á Djúpavík, þá starfaði húna aðeins skamma stund. Hún er minnismerki um skammtímaákvarðanir. Man sem ungur léttadrengur árið 1959 að M/S Helgafellið kom þarna inn og skipað var upp nokkrum brettum af sementi. Síðan þá hefur lítið breyst á þessum slóðum. Ekki að undra að heimamenn með sínar eigur og lönd vilji vera tengdir. 

Sigurður Antonsson, 15.10.2017 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband