Í flestum löndum kjósa menn um efnahagsöryggi.

Kosningar hér eru látnar snúast um bankainnistæður en ekki um farsæla stjórn landsmála. Vinstri menn eru áhugasamastir um hvar má fá skattatekjur í eyðslu en huga minna að  rekstraumhverfinu sem skapar velsæld. Vinstri grænir og Samfylkingin skulda mest af flokkunum og ætla að taka mest lán til að styrkja kosningabaráttuna. 

Í Reykjavíkurborg ríkir fjármálaóstjórn. Orkuveitan undir stjórn Framsóknar og vinstri manna safnaði skuldum og lagði í ósvissar virkjanir. Áður hafði Orkuveitan verðið gullkista Reykvíkinga og var vel stjórnað af Sjálfstæðismönnum.

Margir halda að kosningabaráttan eigi að fara fram í sjónvarpi RÚV og að snúast um loforð um ríkisútgjöld. Ekki efnahagslegt öryggi sem skapar velferð. RÚV er ekki hliðholt fyrirtækjunum. Lítil umfjöllun um rekstur þeirra. Þá hafa stjórnendur Kastljóss og frétta gert sér far um að slátra fyrirtækjum með gömlum myndum og uppspuna.

Þau lönd sem standa sig best fjárhagslega eins og Þýskaland, Svíþjóð og Bandaríkin. Þar er efnahagslegur stöðugleiki og mestur uppgangur. Stjórnmálamenn tala af ábyrgð og kosningarnar snúast um að skapa stöðugleika. Á eftir kemur aukinn kaupmáttur og aðstoð við þá sem minna mega sín.

 


mbl.is Spáir meiri afgangi hjá ríkissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband