Hvar kemur Viðreisn að landi?

Ónefndur stjórnmálamaður gat þess á milli viðtala að nú væri tími hinna skemmtilegu stjórnmála. Þegar fylgið sveiflast í skoðanakönnunum frá degi til dags er dramatíkin í hámarki. Þá fá framsæknir stjórnmálamenn tækifærið til að snúa við atburðarásinni og mynda sóknarfæri. Sópa að sér fylginu eða ella standa eftir á sviðinu með allt niður um sig?

Hvort að nýr formaður rágjafaráðs Viðreisnar verði mikill atkvæðasmali skal ósagt látið. Eitthvað mikið liggur við fyrst flokkurinn má ekki eina dagstund vera án formanns sem venjulega er kosinn á félagsfundi. 

Í ólgusjó á bátskænu er allt í óvissu. Hver er vargur í véum í öllu umrótinu? Er það smæðin, reynsluleysið eða ófullkomið alþingi, hraðar breytingar í þjóðfélaginu. Slakir alþingismenn sem ekki hafa nýtt tækifærin til að koma á reglu og nýta velsæld?

Hagvöxtur hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári, ráðstöfunartekjur vaxið yfir 10 prósent á einu ári. Þrátt fyrir það er fylgið á fleygiferð og alls óvíst hvar menn koma að landi.


mbl.is Breyttu samþykktum fyrir nýjan formann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Get ekki betur séð, en að Viðreisn sé búin að setja hafnbann á sjálfa sig. Mun sem algert rekald hverfa út í hafsauga og aldrei ná landi framar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.10.2017 kl. 22:33

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Halldór

Formaðurinn fyrir borð og rekhaldið stjórnlaust? Það spaugilega eða grátlega við þetta eru að allir viðreisnarforingjarnir komu skælbrosandi af fundi eftir að hafa yfirgefið formann sinn. Ef þetta er pólitík verður svo að vera. Við helgarbloggarar breytum líklega ekki miklu þar um.

Sigurður Antonsson, 12.10.2017 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband