Yfirklór fréttastofu RÚV. Fordómar sem eiga ekkert skylt við fréttir.

RÚV útvarp byrjar 24.september að segja frá "ábendingum" um mansal á Akureyri, hafðar eftir aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, en ekki rökstuddar. Viku síðar er ósannað mansal á Akureyri aðalfrétt ríkissjónvarpsins í skrautlegum búningi fréttamanns. Eina eða tvær vikur í smíðum?

Fréttastjóri RÚV segir nú að heimildir fyrir falsfréttinni komnar frá Einingu verkalýðsfélagi. Staðhæfingar í fréttinni bera vott um mikla fordæmingu og niðurlægjandi viðhorf til Kínverja sem reka staðinn. 

Um 70% innflytjenda finna fyrir fordómum í sinn garð. Þeir eiga við um neikvæða umræðu, sleggjudóma eða órökstudda dóma. Þegar stærsti fjölmiðill á Íslandi gengur á undan með hleypidóma án þess að afsaka frumhlaup fréttamanns er illa komið fyrir ríkisstofnun. Miðill sem rekinn er af skattfé og frjálsum auglýsingum.

Í yfirlýsingu Einingar um athugasemdir fréttastjóra er því haldið fram að RÚV þurfi að bera ábyrgð á óvönduðum fréttaflutningi í stað þess að koma sök á talsmenn félagsins. Fréttastjórinn segir ábyrgðina sína, en biðst ekki afsökunar eða segir starfi sínu lausu? Fréttamaðurinn á Akureyri gæti og tekið á sig sök og beðist velvirðingar á fordómafullri frétt.

Ríkistjórn Íslands fer frá vegna þess að flokkur heilbrigðisráðherra telur vöntun sé á trúnaðartrausti. Menntamálaráðherra sem ber ábyrgð á Ríkisútvarpinu gerir ekkert til að aflétta einokun Ríkisútvarps. Sjónvarpið, eins og margar aðrar stofnanir ríkisins viðurkennir ekki mistök. 

Skrifari Í Fréttablaðinu sem titlar sig pistlahöfund segir:

"Auðvitað á RÚV ekki að biðjast afsökunar, það væri fráleitt. Þessi kínverska kona gat sagt sér það sjálf að það væri óeðlilegt að opna veitingastað á Akureyri. Best að bíða, þetta gengur yfir á næstu dögum. Síðan getur fréttastofan haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist."

Óvenjuleg yfirlýsing af pistlahöfundi í blaði sem keppir við ríkisbáknið á auglýsingamarkaði.

Á bloggi Vals Arnarsonar þann 9.9.um fréttina er athugasemd frá Þorsteini Sigurlaugssyni: 

"Nú er það kannski í lagi að birta falsfréttir um pólitíkusa. Einhver lýgur mansali upp á heiðarlegan atvinnurekanda. Lygin er birt sem frétt og fórnarlambinu ætlað að sanna sakleysi sitt. Slíkt er alvarlegt mál. Heiðarlegur fjölmiðill myndi vitanlega þrautkanna ásakanir af þessu tagi áður en þær eru birtar sem sannleikur enda um mannorð saklauss fólks að ræða. En RÚV er ekki heiðarlegur fjölmiðill og ástundar ekki vönduð vinnubrögð. Það er kjarni málsins.

Þorsteinn Siglaugsson "

Sammála Þorsteini, en það er jafn alvarlegt að reyna að koma óorði á stjórnmálamann eða ættingja hans.

Furðulegt að ASÍ sem hefur miklar tekjur af nýbúum sem hér starfa skuli gera þá tortryggilega í umræðunni, ef satt. Nota til þess ríkismiðill? Áhorfandi eða hlustandi fréttaveitu veit oftast lítið hvað að baki býr eða hvort viðkomandi stéttafélag hefur haft frumkvæði að fréttinni. Fréttastjóri viðurkennir að ábyrgðin sé hjá RÚV en hjá stéttarfélagi ágiskun um misferli?

Sannleikurinn kemur í ljós venjulega eftir öðrum leiðum. RÚV birtir undir yfirlýsingu fréttastjóra skilaboðaskjóðu á netinu: "SAMSKIPTASVIÐ RÚV. Senda skilaboð. Birt undir: Í umræðunni, ASÍ, Eining, Iðja, fréttaflutningur, Fréttastofa, Í umræðunni, Rás 2, Síðdegisútvarpið, Tilkynning, vinnumansal, Vinnustaðaeftirlitið" 

Nefnir sérstaklega ASÍ, Einingu, Iðju, vinnumansal og vinnustaðaeftirlitið. Hvað sem það táknar? Alsjáandi stóri bróðir, vinur verkalýðs?

 

mbl.is Fréttastofa RÚV beri ein ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband