9.9.2017 | 15:12
Kínverskir nýbúar niðurlægðir á Akureyri
Fréttastofa RÚV fer ekki í launkofa með andúð sína á útlendingum ef þeir eru með atvinnurekstur. Kínverjar eru gerðir einkanlega tortryggilegir norðan heiða. Í lagi er að hafa þá við uppsetningu á verksmiðju við Húsavík ef vinstri sinnaður stjórnmálamaður hefur komið með verksmiðju á ívilnunarsamningum. Ef þeir vilja kaupa jörð á öræfum eru þeir umsvifalaust útilokaðir með allskonar neikvæðum viðtölum. Grunaðir fyrirfram um græsku og svik.
Til Vancouver fluttust fjölmennur hópur Kínverjar eftir áramótin 1900. Eitt hundrað árum síðar eru Kanadamenn af öðrum stofni að biðja niðja þeirra afsökunar á niðurlægingu og tortryggni sem þeir mættu. Í dag er borgarlífið mun blómlegra fyrir verslun, þjónustu og hugvit sem Kínverjar hafa komið með. Kínverjar eru með afbrigðum iðjusamir, þjónustulundaðir og þolinmóðir. Víða í Evrópu þykir ómissandi að hafa góð kínversk veitingahús.
Stærsti fjölmiðilinn á Íslandi virðist umhugað um að flytja óstaðfestar fréttir af "mansali". Nýyrði um fólk sem fær tímabundna atvinnu í sveitum eða út á landi. Menn eru grunaðir um hitt og þetta og ýmislegt haft eftir mönnum án þess að sannleiksgildið sé kannað. Engin afsökunarbeiðni þegar falskar fréttir eru birtar, en ámáttlegar leiðréttingar. Fréttastofan virðist hafa greið sambönd innan hins opinbera geira og verkalýðsfélaga. Hefur forgang á staðinn eins og við aðför Seðlabanka að Samherja.
Atgangurinn er það mikill að maður spyr hvort hér sé pólitísk hugsun að baki. Þá eð vinstri sinnaðir starfsmenn á fréttastofu telji það til álitsauka og vinsælda að varpa sem mestum aur á þá sem eru með fyrirtæki. Þeirra sem oft mega síns lítils í umræðunni og geta illa haldið uppi vörnum vegna tímaskorts og kostnaðar. Fyrirtækja sem koma með stærsta hluta milljarðatekna ríkisútvarps. Þá má og spyrja af hverju fyrirtækin telji sér hag í að auglýsa hjá stofnuninni?
Blaðamenn á öðrum fjölmiðlum eru flestir búnir að vinna eitt skeið, tímabil af sínum starfsferli hjá RÚV og eru meðvirkir. Trúa því ekki fyrr en á reynir að maðkur sé í mysunni. Þrátt fyrir fyrirsagnir eins og: "30.000 krónur á mánuði og borða afganga." "Fulltrúar stéttarfélagsins eru nú að skoða, ásamt fleiri opinberum aðilum, hver það sé sem finni fólkið í Kína og komi því hingað til lands."
Fréttastofan hefur heldur ekki fyrir því að taka hina fölsku frétt af netmiðli sínum. Starfsmaðurinn sem bjó viðkomandi frétt í búning, hvort sem hann er nýgræðingur eða þaulvanur er "hengdur" upp á vegg af yfirmönnum fréttastofunnar. Kannski von að hann fái smá samúð frá starfsfélögum á öðrum blöðum? Þess er getið sérstaklega að "starfsmenn Einingu hafi farið með túlk á staðinn og talað við starfsfólk." Gæðamerki eða sjálfsánægja blaðamannsins um ágæti fréttarinnar? Í fréttinni er látið að því liggja að um smygl á fólki sé að ræða. "Starfsmennirnir, fimm Kínverjar, hafi fengið loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi, gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir." Minnir dálítið á nítjándu öldina.
Furufrétt þessi er með ólíkindum og ekki til þess fallin að stuðla að góðum samskiptum við nýbúa sem koma erlendis frá. Enn á ný er það af landsbyggðinni sem slíkar RÚV fréttir berast.
Bændur eru meira segja miður sín hafi þeir fengið hjálp af ferðalöngum. Af ungmennum sem óska eftir vinnu við uppskeru. Þeir eru hvattir til að tilkynna hvern og einn til stéttarfélags og eftirlitsins. "Mansalsteymi á höfuðborgarsvæðinu." Hvað með unga fólkið okkar sem fær vinnu við vínuppskeru í Evrópu eða öðrum heimsálfum. Er það í hættu?
Í V.B er grein um málið og ábyrgðamenn RÚV. Á Kaffið.is er frétt um að ekkert mansal sé á Sjanghæ á Akureyri.
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.