Fjárbændur þurfa að selja meir sjálfir. Íslensk "kasmírull" og blóðmör.

Rök Oddnýjar formanns eru ágæt. Fæðuöryggi, minni lyfjanotkun, mikið eftirlit og fleira. Að halda landinu í byggð er vanmetinn þáttur. Gera þarf bændur meira ábyrga fyrir framleiðslunni. Ullin getur skapað aukin verðmæti.

Hér er um einstaka "Kasmír ull" Mjúka og létta, en bændur þurfa að gera úr henni meiri verðmæti en prjónakonur einar gera. Í Skotlandi eru menn stoltir af því að vera í ullarfötum. Ullarpils og háir sokkar þykir þægilegur klæðnaður. Ullarvesti og jakkar. Hentar norðlægri veðráttu.

Ullin,kindin og bóndinn eru órjúfanleg heild sem hefur haldið uppi byggð í landinu. Hægt er að beita miklu meira fé á ræktað land og framleiða afurðir sem bændur bera sjálfir ábyrgð á. Til þess þarf frumkvæði bænda og skilning stjórnvalda.

Kasmír ullin af geitinni er þrisvar eða fjórum sinnum verðmætari en skoska ullin. Sterkari, fínni, mýkri og hlýrri. Íslenska ullin er mun léttari og hlýrri en sú skoska. Skinn og ullariðnaður íslenski hefur ekki búið við öryggi sem fylgir góðri fjármálastjórnun. Sérstaða afurða af lambinu er vanmetin. Af hverju eru ekki smáskornar glóðsteiktar kótelettur og soðin blóðmör í veitingahúsunum?

Lambakjötið? Ríkisútsala, óhentugar umbúðir og slök söluverð. Nú síðast til Kínverja? Það sem Kínverjar gera er að sneiða, krydda og gera ljúffenga rétti.  Á Spáni og á Íslandi er lambakjöt framreitt á gómsætan máta, en mikið betur má gera. Bragðmikið kjöt, en ekki frosið í stórum pakkningum. Bændur eiga alla athygli skilið og skilning á umbrotatímum.

 


mbl.is Segir samanburð Þorsteins hæpinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband