RÚV á fallandi fæti? Er aðallega í vinsælum boltaíþróttum.

Eins og oft áður er RÚV ekki á vaktinni. Upplýsir ekki sína viðskiptamenn í tíma. Boltaíþróttir eru teknar við af fréttum og veðurspá. Greiðandinn veit lítið um hvert ríkisstofnunin stefnir. Alþingismenn sem settu leikreglurnar og eru sumir ráðherrar hafa engar áhyggjur af gjörningum sínum. Starfsfólkið er áhugalítið og tvö störf eru algeng fyrir sambærilegt við eitt á öðrum miðlum.

Æ fleiri taka útvarpsskattinn sem hvert annað hundsbit og hverfa frá áhorfi eða hlustun. Unga fólkið velur sér aðra miðla og þekkir varla miðilinn. Sjálfur hef ég hallað mér að enskum stöðvum. Valdar bíómyndir á Netflix koma í stað blands af gömlum íslenskum og enskum myndum RÚV. Á BBC eru tíðar veðurfréttir. Myndir af lægðagangi á Atlandshafinu skýra mikið veðurfarið hér.

Til samanburðar um RÚV og BBC má sjá hvernig fréttastofunnar nálgast efnið. RÚV með fréttafléttur þegar BBC reynir á markvissan hátt að vera hlutlaust í fréttaflutningi. Lítið er um pólitík nema á nóttunni og í viðtalsþáttum eins og Hardtalk. Athyglisvert hvernig BBC gerði létt grín af sleikjuskap Tony Blair við Gaddafi í tveggja tíma þætti um einræðisherrann. Sá þennan þátt á skoskri útgáfu BBC.

Í kjölfarið fylgdu ítarlegir þættir um borgarstríðið og mótmæli gegn kommúnistastjórn Nicolás Maduro í Vénúsela. Auk fræðandi efnis um breska þrælaflutninga. Ekkert skafið undan. BBC virðist hafa gegnheila stefnu í efnisvali þar sem almenn fræðsla er höfð í fyrirrúmi.

 


mbl.is Greiðum þegar í sköttum okkar fyrir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það er langt síðan tilkynnt var um þessa breytingu.það eru nú ekkert allir sem skilja ensku,þú vilt kanski að islenskan detti út,og þjóðin verði enskumælandi? Nú hvað Blair og Gadafi fór á milli held ég að okkur islendinga varði andskotan ekkert um.

Hjörtur Herbertsson, 29.7.2017 kl. 09:31

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hjörtur. Okkur varðar um grunvallargildi í hverju samfélagi. Viljum við að ríkið sé í afþreyingu og fréttflutning. Viljum við styðja einræðisherra eða þá sem fara fram með vopnavaldi?

Sigurður Antonsson, 5.8.2017 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband