Dýrgripurinn Seljalandsfoss

Ævintýrið er aðkoman. Ósnortin náttúra. Allir sem hafa komið að vinsælum náttúruparadísum þekkja þá tilfinningu að hafa fyrir hlutunum. Nálgast fyrirbærið af nærgætni og helst með fyrirhöfn er hluti þess að upplifa. Anddyri hálendisins byrjar tugum kílómetrum frá gersemum þess, þau leynast ósvikin þegar inn fyrir er komið.

Bláa Lónið hefur sina seiðandi og duldu aðkomu, allt í einu opnast nýr heimur. Ógleymanleg upplifun sem menn höfðu aldrei augum litið. Sama má segja um Þingvelli. Allt umhverfið við fossana Gljúfra- og Seljalandsfoss er töfrum líkast. Ofan við fossana er akfær vegur upp á heiðina sem kennd er við Hamragarða. Fagrafell norðaustan við hefur ekki fengið nafn sitt fyrir tilviljun. Að fara þarna upp gangandi um miðsumarsnótt, þegar sólin baðar allt umhverfið er engu líkt. Ógleymanlegt þeim sem upplifir.

Gönguferð um svæðið ætti að vera skylda þeirra sem sýna þessum merku náttúrufyrirbærum áhuga. Þannig fá menn mest fyrir sinn snúð. Allt erfiðið við komast til Íslands í gegnum ótaldar flughallir opinberast þarna. Í leit að kyrrð og töfrum? Fyrst þegar við höfðum komið auga á fyrirbærin og lofað þau, kemur fjöldinn. Bíeber var sporgöngumaður og kunni að fara einn um gljúfur og ganga berfættur. 

Anton Kári vill fara hægar og vonandi tekst það áður en illa fer. Austan við Seljaland er Leitisá, Drífandi og einnig ónotaður skóli. Ofan seiðandi hamrabelti með liti og fuglaheim. Þarna er gott að á og heimsækja þaðan dýrgripina sem ættu að vera á verndarsvæði. Það gæti allt eins verið í umsjá einstaklings sem myndi byggja upp gönguleiðir um svæðið.


mbl.is „Dreginn upp kassi í æpandi lit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er til skammar að ætla sér að reisa þennan skála þarna, sem spillir útsýninu. Það er allt og sumt sem ég, gamall aðdáandi Eyjafjallasveitar, vil segja um þetta hér og nú.

Jón Valur Jensson, 8.5.2017 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband