Er krónan óþörf? Viðhaldið af stjórnmálamönnum?

Stjórnmálamenn fyrri tíma prísuðu krónuna til að getað bjargað efnahaganum með gengislækkun. Ögmundur er einn þeirra sem lofa hana fyrir styrkingu. Krónan var sveigandleg og almenningur tók áhættuna af krónunni. Í dag gera öll stærstu útflutningsfyrirtækin upp í erlendri mynt. Laun og stærsti hluti kostnaðar er í gjaldeyri. Laun miðuð við aflaverðmæti. Óháð krónunni. 

Nú hafa mál snúist við. Styrking krónunnar veikir þau fyrirtæki sem eru háan hluta kostnað í launum, eins og ferðaþjónustan og fiskvinnslan. Tap Seðlabanka, um 55% af eigin fé árið 2016 segir sína sögu af hávaxtastefnu bankans. Allir nema keisarinn sjá hvert stefnir. Hvernig sem menn reyna að fegra krónuna gengur dæmið ekki upp. Hún er ofvaxin frjálsu hagkerfi og verður vandamál.

Gjaldmiðlum heimsins fer fækkandi og svo verður áfram. Seðlabankinn vill meiri völd og miðstýringu til að lifa af. Er líklegt að svo verði? Fagna verður því að fjármálaráðherra getur tjáð sig og sagt sína skoðun án þess að allt fari á endann. Hvort sem hann vill evru eða dollar. Aukið innstreymi erlendra fjárfesta getur á nokkrum mánuðum gjörbreytt stöðunni í litlu hagkerfi.

Aðgerða er þörf segir fjármálaráðherra og stendur í báða fætur. Styrkleiki ríkistjórnarinnar snýst um stöðuleika og frjálsræði. Almenningur er miklu betur upplýstur í dag um gjaldmiðlamál og varkár með eigið fé. Hans afkoma snýst um stöðugleika sem ekki er byggður á völdum fárra í miðstýringu.

 

 


mbl.is Óbreytt ástand „óforsvaranlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Krónan er ekki óþörf, en stjórnmálamenn sem í sífellu reyna að tala hana niður eru óþarfir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.4.2017 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband