25.3.2017 | 10:00
Í einangrun á Hólmsheið.
Það veikir málstað ákæruvaldsins að fanganum er enn haldið í einangrun. Langt fram yfir það sem leyfilegt er samkvæmt mannréttindasáttmálum. Við langa einangrun og án samskipta við aðra en fangaverði hættir föngum til að missa sjálfsvitund. Verða viljugri til játa ábornar sakir, eins og við þekkjum frá stærstu rannsóknar og sakamálum á Íslandi.
Víða út um heim eru föngum misþyrmt með einangrun. Þekkt dæmi er einangrun á blaðamönnum í Íran. Mörg önnur hrikaleg dæmi eru frá Norður-Írlandi, Bandaríkjunum og Vénúsela. Wikipedia: White torture.
Í fyrstu var sagt frá því í fréttum að grænlenski fanginn hafi verið fluttur í einangrunarfangelsið á Hólmsheiði til að verja hann ofbeldi frá öðrum föngum. Augljóst er að það er fyrirsláttur. Nýlega var sagt frá því að lögreglumaður hafi beitt fanga ofbeldi rétt áður en hann fór fyrir dómara. Allt þetta veikir stöðu lögreglu og rannsóknarvalds.
Vísir - fréttablaðinu 7. mars:
Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði.
Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.
Þrjár vikur til stefnu í máli Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
er þetta ekki gert svo hann verði ekki drepinn- ekki beint vinsæll ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 25.3.2017 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.