Forkastanlegur úrskurður um málefni Erlu. "Mál í litlum kössum"

Allir aðrir dæmdir sakborningar fá að njóta vafans. Niðurstaða nefndarinnar veikir trúverðugleika hennar og flækir málið. Einkenni íslenskra lögfræði, mál í litlum kössum án tilliti til stóra samhengisins, segir Ragnar Aðalsteinsson verjandi Erlu í morgunverðaþætti. Hann segir jafnframt að íslenskir dómarar tjái sig of lítið um mál og lögfræði miðað við önnur lönd. Það leiði til þess að erfitt sé fyrir dómstóla og kerfið að viðurkenna mistök. 

Vönduð umfjöllun Morgunblaðsins um úrskurði Endurupptökunefndar sýnir furðulega afstöðu nefndarinnar til máls Erlu Bolladóttur. Eftir að hafa sagt að allir aðrir sakborningar hafi "mögulega" verið rangt dæmdir er niðurstaðan sú að ekki skuli tekið upp mál Erlu. Hún er þar með útilokuð með að fá bætur fyrir illa meðferð frá íslenska ríkinu?

Umfjöllun á Mbl.is: End­urupp­töku­nefnd seg­ist m.a. í úr­sk­urði sín­um telja raun­hæf­an mögu­leika á því, að þær rann­sókn­araðferðir, sem beitt var und­ir stjórn Karls Schütz, eft­ir að rann­sókn­in beind­ist að Guðjóni, og aðrir dóm­felldu höfðu borið um aðild hans að mál­inu, hafi átt þátt í því að hann hætti að treysta eig­in minni og játaði aðild að at­lögu að Geirfinni.

Tel­ur end­urupp­töku­nefnd að í mörg­um atriðum hafi vantað upp á að Guðjón nyti þess marg­vís­lega vafa, sem uppi var um máls­at­vik og að veru­leg­ar lík­ur hafi verið leidd­ar að því að sönn­un­ar­gögn sem færð voru fram í mál­inu hafi verið rangt met­in svo að áhrif hafi haft á niður­stöðu þess.

Því sé full­nægt skil­yrðum end­urupp­töku­heim­ilda í lög­um um meðferð saka­mála. Veit­ir end­urupp­töku­nefnd því leyfi á grund­velli sömu laga til að þessi þátt­ur máls­ins verði tek­inn til meðferðar og dóms­upp­sögu að nýju í Hæsta­rétti.

Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar kem­ur m.a. fram það mat nefnd­ar­inn­ar, að veru­leg­ar lík­ur séu á að and­legt ástand Kristjáns hafi verið orðið svo bág­borið síðustu mánuði árs­ins 1976 og fram­an af ár­inu 1977, vegna langr­ar ein­angr­un­ar­vist­ar og per­sónu­bund­inna eig­in­leika hans, að vafa­samt sé hvort skýrsl­ur frá þeim tíma um yf­ir­heyrsl­ur yfir hon­um hjá lög­reglu og fyr­ir dómi hafi haft nokk­urt sönn­un­ar­gildi.

Til marks um slæma and­lega heilsu hans megi nefna tvær sjálfs­vígstilraun­ir á þess­um tíma og framb­urð hans um að hafa orðið tveim­ur mönn­um til viðbót­ar að bana og að amma hans hafi tekið þátt í að hluta annað líkið í sund­ur. Í dómi Hæsta­rétt­ar sé ekki vikið að áhrif­um fjöl­margra, mót­sagna­kenndra og ólík­inda­legra framb­urða Kristjáns og bág­bor­ins and­legs ástands hans á mat á trú­verðug­leika framb­urða hans. Virðist hann ekki hafa fengið að njóta þess vafa sem að þessu leyti var til staðar um sönn­un­ar­gildi játn­inga hans.

 

Tel­ur nefnd­in að sam­an­b­urður og heild­armat á nýj­um gögn­um og upp­lýs­ing­um, þar á meðal um málsmeðferð við rann­sókn og dómsmeðferð, og þeim gögn­um sem lágu fyr­ir Hæsta­rétti, hafi varpað nýju ljósi á svo mörg atriði í sönn­un­ar­mati hvað varðar meint brot Al­berts, að telja verði að hin nýju gögn hefðu veru­lega miklu skipt fyr­ir niður­stöðu máls­ins hvað Al­bert varðar ef þau hefðu komið fram áður en dóm­ur gekk. Tel­ur end­urupp­töku­nefnd að í mjög mörg­um atriðum hafi vantað upp á að Al­bert nyti þess marg­vís­lega vafa sem uppi var um máls­at­vik og að veru­leg­ar lík­ur hafi verið leidd­ar að því að sönn­un­ar­gögn sem færð voru fram í mál­inu hafi verið rangt met­in svo að áhrif hafi haft á niður­stöðu þess.

Nefnd­in taldi þókn­un Guðjóns Ólafs Jóns­son­ar, hæsta­rétt­ar­lög­manns og tals­manns Al­berts, hæfi­lega ákveðna 6.138.000 krón­ur.

 

Þá sé það til þess fallið að valda nokkr­um vafa um trú­verðug­leika játn­inga Tryggva Rún­ars, að hann virðist að jafnaði aðeins hafa fall­ist á atriði sem aðrir dóm­felldu höfðu þegar borið um og fátt lagt til mál­anna um at­b­urðarás­ina. Þá dró hann játn­ingu sína form­lega til baka við fyrsta tæki­færi eft­ir að dómsmeðferð hófst en nokkru áður hafði hann upp­lýst verj­anda sinn og rann­sókn­ar­lög­reglu­mann um að hann hygðist gera það.

 

End­urupp­töku­nefnd komst að þeirri niður­stöðu að Erla Bolla­dótt­ir hefði ekki sýnt fram á það að skil­yrði væru til end­urupp­töku máls henn­ar.

Erla var á sín­um tíma m.a. dæmd í þriggja ára fang­elsi, m.a. fyr­ir að bera þær röngu sak­ir á Ein­ar Gunn­ar Bolla­son, Magnús Leópolds­son, Sig­ur­björn Ei­ríks­son og Valdi­mar Ol­sen að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Ein­ars­son­ar og smygl­brot­um. Erla var einnig dæmd fyr­ir fjár­svik og önn­ur tengd brot en ekki var óskað end­urupp­töku dóms Hæsta­rétt­ar vegna þeirra brota.

Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar, sem birt­ur var í gær, seg­ir m.a. að Erla hafi ein­göngu verið sak­felld fyr­ir rang­ar sak­argift­ir í sam­ræmi við ákæru dag­setta 16. mars 1977 en sýknuð fyr­ir Hæsta­rétti af allri aðild að refsi­verðri hátt­semi í tengsl­um við hvarf Geirfinns Ein­ars­son­ar.

Þegar Erla bar rang­ar sak­ir á tvo nafn­greinda menn í fyrsta sinn 23. janú­ar 1976 hafði hún verið frjáls ferða sinna í 34 daga, frá 21. des­em­ber 1975 til og með 23. janú­ar 1976. Þegar hún bar sak­ir á tvo aðra menn, 3. fe­brú­ar 1976, hafði hún verið frjáls ferða sinna í 44 daga. Eng­in gögn liggi fyr­ir um að Erla hafi verið knú­in eða hvött til þess­ara röngu sak­argifta af rann­sak­end­um eða öðrum. Rök­semd­ir um áhrif ein­angr­un­ar og skort á aðgangi að verj­anda geti því ekki átt við eða stutt end­urupp­töku­beiðni.

Er það mat end­urupp­töku­nefnd­ar að Erla hafi ekki sýnt fram á að skil­yrði laga um meðferð saka­mála til end­urupp­töku séu upp­fyllt.

Í úr­sk­urði end­urupp­töku­nefnd­ar kem­ur jafn­framt fram að hún telji þókn­un tal­manns Erlu, Ragn­ars Aðal­steins­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns, hæfi­lega ákveðna 10.334.900 krón­ur. Er sú þókn­un greidd úr rík­is­sjóði.


mbl.is Harðneskjuleg einangrun hafði áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband