Geislar af greind en á erfitt með að brosa

Theresa May sópar að sér vinsældum vegna réttra ákvarðana í erfiðri stöðu Bretlands. Útganga úr EU er ekki auðveld en vinnusemi og rétt framsetning Theresu bjargar því sem á vantar.

Heiðarleika prestsdótturinnar á hún sameiginlegt með Merkel. Nálgunina á viðfangsefnunum er ekki ólík prestsins eða kaupmannsins sem gjörþekkir sína viðskiptamenn. Frú Merkel, Thatcher og May eiga það sameiginlegt að erfa auðmýkt og ákveðni kaupmannsins og prestsins sem leitar farsælla úrlausna.

Yfir Theresu May býr ákveðin dulúð. Hún er ekki með réttu lausnirnar á hraðbergi og talar ekki eins og margir glaðbeittir stjórnmálamenn. Henni hentar betur að íhuga stöðuna og láta tímann vinna með sér. Meðan hún gerir það er léttvægt tal um tísku, skó og fatnað tilvalið dægurefni.

Theresa May forsætisráðherra hefur verið farsæl í ákvarðanatöku á langri þrautagöngu til æsta embættis stjórnmálanna. Hún hefur sópað að atkvæðum kvenna til Íhaldsflokksins á meðan aðrir stjórnmálmenn sváfu.


mbl.is Theresa May besti forsætisráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband