Stóryrtur Trump nær athyglinni. Byrjun á nýjum tímum. Girðing eitt og múr annað

 

Meirihluti Bandaríkjamanna vill breytingar. Hlúa skal að innviðum og láta aðra læra að verja sig sjálfa. Trump vill efla innviði, hætta fjarlægri stríðsþátttöku. Hann verður að sýna fram á að frá honum er von breytinga. Múr er skelfilegt orð en girðing slær á óánægjuraddir meðan menn ná áttum.

Í dag minnast Englendingar þeirra  Breta sem látið hafa lífið í styrjöldum. Stórkostleg athöfn við Hvítuhöllina og þinghúsið. Fórnir og samstaða, en ekki að eilífu. Íslendingar kynntust af komu breska herliðsins til Íslands, ósérhlífni Englendinga. Í kalda stríðinu stóðu Bandaríkin vörð um eyjuna Íslands. Allt þetta vil gleymast hjá nýjum kynslóðum.

Bretar vilja breytingar og völdu að ganga úr Evrópusambandinu. Nýir kjósendur í Bandaríkjunum segja að nú sé nóg komið af fórnum fyrir óljósan málstað. Stóru skilin á milli frambjóðendanna í kosningunum var stríðsþátttaka Bandaríkjanna í löndum þriðja heimsins.

Að senda unga menn út á stríðsvöllinn er meira alvörumál en flestir gera sér grein fyrir. Það hafa fjölskyldur og einstaklingar upplifað í þessum löndum. 

 

 

 


mbl.is Heitir því að flytja milljónir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hugsa að það sé rétt hjá þér að uppreisnin gegn kerfinu snýst að talsverðu leyti um andóf gegn afskiptasemi BNA í öðrum löndum, sem sumir kalla að vernda lýðræðið, aðrir heimsvaldastefnu. Andstöðuna gegn þessu eiga bæði Trump og Sanders (sem hefði átt að vera framhjóðandi Demókrata) sameiginlega.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.11.2016 kl. 20:57

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þorsteinn

Það hefði verið nær fyrir Hillary að segja að fylgismenn Sanders hafi setið heima eða kosið Trump. Sanders hefði tekið mikið fylgi af Trump? Hernaðarvélin eða iðnaðurinn er með trilljóna veltu, átök atvinnuskapandi. Skelfilegi stríð í Víetnam, Afganistan, Sýrland og Írak. Afskiptaleysi stórveldanna hefði eflaust minnkað þjáningar sem fylgdi stríðsrekstrinum. Sama hvort það eru Rússland eða Bandaríkin, þá er stríð íhlutunarstefna á þessum slóðum.

Sigurður Antonsson, 13.11.2016 kl. 21:24

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

Þetta með brottflutning innflytjenda er svolítið skondið því mér vitanlega eru þeir, sem Trump tiltekur ALLIR fluttir úr landi nú þegar.  Þannig að þetta er að því er virðist engin breyting á núverandi stöðu.  A.m.k. þegar ég fékk dvalar og atvinnuleyfi hérna var það með stórum stöfum um að brot á Bandarískum lögum, sem varðaði fangelsi þýddi umsvifalausa brotvísun og lífstíðarbann við endurkomu!  

Ef Bandarískir skattborgarar vilja borga milljarða dollara í vegg í gegnum eyðimörkina, þá verður svo að vera.  Það er ekkert hrist fram úr erminni að byggja svoleiðis mannvirki.  Landamærin við Mexíkó eru 3.200Km löng og liggja víða um torfarinn veg meðfram Río Grande ánni, þar sem dagshiti á sumrin fer iðulega í 50°C  Það tók tæp tvö ár að ganga frá tvöföldun þjóðvegarins hérna yfir í næsta bæ, eitthvað um 16Km spotti sem var breikkaður og kostaði 40 milljónir dollara.  Áætlaður kostnaður við sagðan vegg er milli 4 or 8 milljarðar dollara, 500 - 1000 milljarðar króna.  Einhvernveginn finnst mér að aurunum sem ég borga til ríkisins væri betur varið í eitthvað þarflegra mannvirki!!!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 13.11.2016 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband