Pólitísk aðför RÚV heldur áfram

Helmingur fréttatíma RÚV sjónvarps í kvöld var varið í að spá í pólitíska stöðu formanns Framsóknar. Fréttamenn sjónvarpsins eru eins og sprengisérfræðingar að athuga verksummerki á vettvangi. Kastljóssprengju sem varpað var á fyrrverandi forsætisráðherra. Enn einn stjórnmálafræðingurinn kallaður á vettvang og umræðu spyrt við prófkjörskosningar helgarinnar.

Síðan var farið til Sýrlands og kastljósinu beint að hörmungum sprengjuregns á almenna borgara. Skylduáskrift að RÚV verður æ furulegri í ljósi þess að vinstrimenn á ríkisútvarpinu nota miðillinn miskunnarlaust í stjórnmálalegum tilgangi.

Gallinn er sá að flestir sem vinna við fjölmiðla hafa einhvern tímann unnið hjá RÚV. Eru ósjálfrátt meðvirkir og telja að aukið skattfé til ríkisstofnunninnar muni bæta ástandið. RÚV í 50 ár og yfirburðastaða á fréttamarkaði er ákveðinn heilaþvottur.

 

 


mbl.is Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Stofnunin þarf ekki meira skattfé;

heldur að forgangsraða betur;

hvað leiðir til framþróunnar og hvað ekki?

Jón Þórhallsson, 11.9.2016 kl. 20:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikill er máttur RÚV ef það hannar þá atburðarás úti í bæ að varaformaðurinn segist allt í einu ekki ætla vera áfram í því embætti og fyrrum aðstoðarmaður fyrrverandi formanns segist ætla að hjóla í sitjandi formann, en stíga samstundis til hliðar ef varaformaður flokksins býður sig fram á móti formanninum. 

Tveir af þessum þremur leikendum í þessu tafli hafa gegnt forsætisráðherraembætti á þessu ári og svo les maður að það séu bara engin tíðindi þegar svonalagað er í gangi. 

Ómar Ragnarsson, 12.9.2016 kl. 01:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tæpar 4 mínútur fóru í fréttina af fundi Framsóknar en meira en 20 mínútur í annað. Hlutföllin eru 1 á móti 6. Síðan hvenær urðu þessi hlutföll 1 á móti 1?

Ómar Ragnarsson, 12.9.2016 kl. 01:21

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rúvið þarf ekki þurftarfé

frá þjóð okkar lengur,

af því mér sýnist, að það sé

anzi vel haldið, en svo má ske,

að hann fitni enn þess fengur.

Jón Valur Jensson, 12.9.2016 kl. 08:00

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fréttir RÚV eru allt of ómarkvissar og langdregnar um smámuni. Pólitíska fléttu sem á ekkert erindi inn á ríkistofnun.

Boltinn tekur einnig alltof mikið pláss á tveimur rásum. Þarna á RÚV aðeins eitt sameiginlegt með BBC. BBC birtir á hverjum klukkutíma fréttir af veðri. Í sjónvarpinu er hann aukaatriði og aldrei á sama tíma. Boltinn hefur forgang. Svona má lengi telja vinnubrögð á skylduáskrift. 

Alþýðuflokkurinn var þarfur fyrir meir en 50 árum en eins og RÚV ekki nauðsyn í dag. Þjóðfélagið hefur mikið breyst.

Sigurður Antonsson, 12.9.2016 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband