13.8.2016 | 13:20
Grimmur og blóðugur. Hvað með kríu?
Á myndinni sem fylgir fréttinni virðist Himbriminn rólegasti. Ameríski fuglinn með rómantísk hljóð á vötnum er eitt af fallegustu töfrum sumarkvölda hálendisins. Krían er talin viðsjárverð en er í raun ekki grimm. Sem krakki út í Arney á Breiðafirði vandist maður við að fá gogg í kollinn svo undan blæddi.
Von að hún verji varpið, eftir að hafa horft upp á stráka taka eggin og sporðrenna innhaldinu niður. Í sumar hef ég átt þess kost að fylgst með kríum á Suðurnesjum. Við Hvalsnes var mikill fjöldi kría við malbikaðan veginn. Fjöldi unga var á veginum sem ekki viku nema ekið væri mjög hægt. Þeir sem fóru hratt óku hinsvegar yfir marga.
Við Hvassahraun var mikið af ungum á gömlum þjóðvegi í byrjun ágúst. Margir þeirra hnoðrar og ófleygir. Engin dauður fugl á veginum en lítill umferð. Viku seinna voru ungarnir orðnir fleygir og þann tíunda ágúst sást engin kría lengur. Hún hafði farið að ströndinni og var þar að kenna ungunum flugtökin.
Undrun sætir að beinabygging kríuunga taki svo skamman tíma, þar til þeir geta flogið. Krían virðist nýta sér öryggið sem maðurinn veitir og verpir oft nálægt umferð. Fyllsta ástæða er til reyna að vernda varp hennar betur. Fuglar eru eitt af þeim undrum sem prýða norðurslóðir og gefa íbúunum ómælda gleði.
Ekki kynnst neinu grimmara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.