10.7.2016 | 01:07
The Times býr til spennu og leikþráð
Ensku blöðin hafa komist í feitt þegar þau fjalla um val á nýjum formanni Íhaldsflokksins. The Telegraph tekur boltann á lofti og fer út um víðan völl með þær stöllur. Litríkar myndir og vídeó segja mikið, reyndar flest sem þarf til að leikmaður geti myndað sér skoðanir á tveimur frambjóðendum.
Theresa May virkar djarfari með frískleika og dugnaðarsvip. Hún velur sér fatnað til að lífga upp á drungalegt andrúmsloft stjórnmálamanna. Manna sem þurfa stöðugt að vera á löngum fundum til að ná niðurstöðum. Þá er gott að hafa konu til að taka af skarið inn í karlaveldi. Stjórnmálakokk sem ekki hikar við að brydda upp á nýjungum og setja fram til sigurs.
Andrea Leadsom birtist á myndunum sem íhugandi með spurnarsvip skólastjórnandans. Reynsla hennar á stjórnmálasviðinu er talsvert minni og raunar ólíkt saman að jafna. Engin veruleg samkeppni í kosningum er á milli þeirra, en ensku blöðin láta lesendurnar um að dæma. Niðurstaðan fæst ekki fyrr en í leikslok, í helgarblaðinu eða þegar allt hefur komið fram sem þarf að segja.
Í sama blaði er mynd af Hillary Clinton raunamæddri á svip. Líkur eru á að þessar tvær konur eigi eftir að marka tímamót, hver í sínu landi. Ná fram samheldni og markmiðum sem kjósendur og stjórnmálamenn hafa markað.
Telur sig hæfari því hún er móðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.