5.7.2016 | 12:26
Ótrúlegt klúður
Michael Grove, helsti stuðningsmaður Boris Johnson býður sig fram til forystu í íhaldsflokknum. Kemur hreint fram þegar hann sér að foringi sinn vill ekki taka við forystusætinu. Margir aðrir eru til starfans reiðubúnir og spennandi hvort þar leynist "Margaret Thatcher"
Junker kann að svara útrásarmönnum Breta sem nú stinga höfðinu í sandinn. Skotland gæti verið áfram innan ríkjasambandsins eins og Danir en ekki Færeyingar eða Grænlendingar. Ætli við eigum ekki samleið með vinaeyjum, flest nema að við höfum ónýta krónu.
Gervimynd sem rokkar út og suður eftir duttlungum Seðlabanka og pólitíkusa. Mynt sem var upphaf af bankahruninu, sökudólgur sem hún er ekki. Mannanna verk?
Sakar útgöngusinna um uppgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Já, mannanna verk. Allir gjaldmiðlar ríkja og ríkjasambanda í okkar heimshluta eru jafn miklar "gervimyntir", þetta eru bara pappírsmiðar, málmskífur og rafeindir í tölvukerfum.
Hvernig skilgreinir þú annars "ónýtan" gjaldmiðill? Kannski eitthvað í líkingu við þetta:
Öll mannanna verk geta menn eyðilagt hafi þeir vilja til þess. Það er mannfólk sem tekur ákvarðanir en hlutir sem eru gerðir af mönnum hafa hinsvegar engan sjálfstæðan vilja.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2016 kl. 14:00
Myndin hjá þér lýsir best krónumyntinni. Eldspúandi og glóandi gjaldmiðill. Hinsvegar myntin sem bjargar málum þegar í óefni er komið. Réttir bátinn við eftir áföllin. Þeir sem eru um borð eru háðir myntinni. Krónan hefur dugað á milli gosa. Þá er hún talin besti gjaldmiðillinn sem völ er á. Háir vextir eru ein af stoðgrindunum sem hún styðst við.
Óskin um evruna eða traustan gjaldmiðill er nú að hafa sín áhrif á pólitíkina. Fæstir kjósa að nefna það réttum nöfnum. Óskin um stöðugleika sem fylgir stærra gjaldmiðli á eftir að hafa áhrif á komandi kosningar. Menn reyna að stinga hausnum í sandinn, en það munu aðrir uppspretta til að taka við taumunum.
Guðmundur, annars ert þú betri til að lýsa raunum íslensku krónunnar fyrir heimilin og launamanninn.
Sigurður Antonsson, 5.7.2016 kl. 17:59
Þú virðist vera haldinn einhverjum misskilningi. Neistaflugið á myndinni kemur frá slípirokknum sem er verið að nota til skemmdarverks, en ekki frá krónunni sem verknaðurinn beinist að.
Skoðaðu myndina nú vel og athugaðu hvað er að valda skemmdum á krónunni á þeirri mynd. Það er ekki krónan sem skemmir sjálfa sig heldur maðurinn sem heldur á henni og slípirokknum.
Krónan "styðst" ekki við háa vexti, heldur lög um gjaldmiðil Íslands. Krónur bera ekki vexti, heldur eru vextir innheimtir af lánum, og þeir eru í öllum tilfellum ákveðnir af mönnum.
Engan veginn er sjálfgefið að "stærri" gjaldmiðli fylgi endilega stöðugleiki. Það hafa þeir sem áttu evrur í bönkum á Kýpur og í Grikklandi fengið að reyna á eigin skinni.
Svo er ekki mjög mikill stærðarmunur á íslenskum krónum og öðrum peningum. Orðið sem mér þykir hinsvegar líklegt að þú hafir verið að leita að er "útbreiddari".
Enn fremur er útilokað að ég geti lýst einhverjum "raunum" krónunnar. Peningar eru dauðir hlutir og upplifa sem slíkir ekki raunir.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2016 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.