Lilja og Sigurður Ingi stjörnufólk Íslands

Vinargleði og léttleiki. Sómi af látlausum fulltrúum Íslands. Alþýðulegt fólk sem hefur skotist upp virðingastigann í viðhafnarveislu með einstökum forseta. Obama hefur haft erindi og erfiði í forsetastóli. Áorkað miklu sem ekki er víst að aðrir hefðu getað. Nú síðast friðarumleitanir í Sýrlandi.

Obama flutti hermenn frá Afganistan og Írak. Samdi við Íran. Endaði valdatíð einræðisherra í Líbýu. Opnaði á ný tengsli við Kúbu eftir 50 ára einangrun. Listinn er langur á umbótum sem skelleggur og ákveðinn forseti getur náð. Markverðasta eru aukin réttindi í tryggingalöggjöfinni.

Þá er talið að hann hafi endurreist bílaiðnaðinn og á hans tímabili fengu um 13 milljón manna nýja atvinnu. Flokkur Obama er til vinstri/hægri í stjórnmálum líkt og Framsóknarflokkurinn. Eykur atvinnu og styrkir innviði, en líka einkaframtakið. Með komu Obama til Íslands myndi Framsókn fá fleiri rósir í hnappagatið.

Nýtt heiti í stjórnmálum er að finna í leiðara Morgunblaðsins í dag: Mið-vinstrihægriflokkur og stjórnar í Brasilíu. Aðeins eru tveir flokkar í raun starfandi á Íslandi. Vinstri/hægri stjórnarflokkar sem nú stjórna og marxísku flokkarnir með pírötum sem eru ómarkvissir og tækifærissinnaðir í sínum stefnumálum.


mbl.is Sigurður Ingi reytti af sér brandarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér þykir þú fara frjálslega með staðreyndir um Ombama minn kæri.

Ef að Obama flutti hermenn frá Afghanistan og Írak, af hverju eru hermenn að falla á vígvöllum Afghanistan og Írak til dagsins í dag?

Hvað hafa friðarumleitanir í Sýrlandi afrekað?

Hefur ástandið í Lýbíu eitthvað batnað síðan Einræðisherran var feldur, drepinn?

Hafa tryggingar orðið eitthvað betri síðan svo kallað ObamaCare varð að lögum? Ekki hef ég orðið var við það, tryggingagjöld hafa hækkað gífurlega og það sem sjúklingar þurfa að borga áður en tryggingarnar borga er svo háar að fólk hefur ekki efni á að leita til læknis. Það þætti mikið ef að sjúklingur á Íslandi þyrfti að greiða upp að $8 Þúsund sem er um ein milljón króna á ári áður en tryggingarnar tækju við að greiða kostnaðinn, þetta er ofan á tryggingariðgjöld sem greiðast mánaðarlega.

Ekki telja þeir sem vita eitthvað um fjármál að bjarga bönkum og bílaframleiðendum með almannafé hafi verið rétta leiðin, heldur átti að leifa þessu að fara í gjaldþrot og það hefðu komið öflugri fyrirtæki sem hefðu tekið við þjónustunni.

Um hvað var samið í Íran, seinkun framleiðslu kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga? Hvað vitum við hvað Íranir eru að gera? Eitt er víst að eldflaugaframleiðslan heldur áfram eins og enginn samningur hafi verið gerður, erfit að fela það þegar Íranir eru að skjóta þeim upp í tilraunaskyni. Um framleiðsla kjarnorkuvopna höfum við ekki hugmynd um hvað er að gerast.

Hefur eitthvað breyst á Kúbu annað en að Castro bræðurnir hafa orðið ríkari?

Demokratar haf ekki verið taldir vinstri/hægri flokkur og sérstaklega ekki undanfarinn 20 til 30 ár, heldur hefur flokkurinn færst algjörlega á vinstri kantinn og stundum lengra til vinstri en kommúnistaflokkurinn í gömlu Sovétríkjunum.

Ég á erfit með að skilja þessa aðdáun þína á Obama og hans flokki?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.5.2016 kl. 18:19

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, velkominn Óbama til Íslandsins fyrirtækja-netaflækju-heimsveldiskerfis-siðspillta.

Það væri jafnvel gleðilegt og gæfusamlegt að fá Óbama í smá kaffiheimsókn í kjallaraíbúðina sem ég leigi í Hafnarfirðinum. Hann þyrfti þá að þola það að allt væri draslaralegt hjá mér, á meðan við drykkjum okkar friðar-jafnréttis-kaffi og spjölluðum saman, á illskiljanlegri ensku og íslensku-blöndu :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2016 kl. 20:40

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæl

Nú mátuðu þig mig alveg.

Rétt Jóhann, átök eru um allan heim og stærsta hernaðarríkið sendir sína menn. Því miður. Ástandið hefur þó batnað mjög mikið frá tíð fyrri forseta. Kúba er nær því að frelsast, skelfileg staða suður af Flórída. Íranir eru stórveldi og verða að haga sér eftir því. Ef Obama þiggur boðið til Íslands trúi ég því að við lærum meira um Bandaríkin og stjórnarfarið.

Sigurður Antonsson, 14.5.2016 kl. 23:04

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kúba hefur verið í frjálsum viðskiptum við alla nema USA í mörg ár og ástandið á Kúbu hefur ekkert batnað nema síður sé.

Það er eitt sem ég hef haft erfit með að skilja, af hverju er fólk að flýja frá Kúbu og yfirgefa sælun þar, en ekki að flýja USA til Kúbu, ef Kúba er svona mikið sæluríki eins og þú vilt vera láta?

Mér þykir líklegt að það verði búið að sparka Obama út úr Hvíta Húsinu áður en hann gefur sér tima frá golfvellinum til að koma til Íslands. En kanski að fiflið hann Trump komi, eða spillingar drottningin Hillary.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 13:09

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hef aldrei sagt að Kúba sé sæluríki. Ekki frekar en Venesúela. Þetta eru lögregluríki, þar sem frumkvæði og sjálfstæði einstaklingsins er drepið í dróma. Fyrirtæki tekin af þeim sem kunna að reka þau. Kom til Veneúsela frá Greneda á seglbát, þá var það var lýðræðisríki. Ekki var skortur á neinu. Ronald Reagan hafði árið 1983 frelsað Greneda frá því að verða kommúnistaríki. Án allra mannfórna í innrás.

Treysti mér ekki til að fara til Kúbu þegar ferðir voru farnar reglulega frá Íslandi. Hafði séð hörmungarnar í Austur-Evrópu. Stjórnviska Reagan varð til þess að Sovétríkin liðuðust í sundur án mannfórna. Hef aldrei skilið almennilega hversvegna Kúba og Venesúela hafa getað þróast í þessa áttina. Við dyrnar á lýðræðisríkjum Ameríku. Líklega erum við ekki á varðbergi og látum aðra um að stjórna.

Þegar Reagan kom til Ísland var ég sá eini ásamt syni mínum sem veifuðu til hans af Fossvogsbrúnni. Karlinn veifaði þá á móti eins og hans var von og vísa frá bíl sínum. Á laugardaginn gaf ég Úkraínu mín símaprik. Fyrir fallega sögulega upprifjun. Það kom mér líka á óvart að engin stig mældust frá Íslandi. Svona eru margir hlutir spes, skrýtnir í kýrhausnum. 

Sigurður Antonsson, 16.5.2016 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband