29.5.2016 | 15:09
Kveðjustund í Laugarneskirkju og gleymdir listamenn
Miðvikudag 10. maí var Kári Eiríksson listmálari jarðsunginn. Athöfnin fór fram í Laugarneskirkju í Reykjavík, fallegri stílbyggingu Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Ekki var ég alveg viss hvort ég væri á réttum stað því önnur kirkja hafði verið nefnd við mig deginum áður.
Þegar ég nálgaðist kirkjuna að vestan blasti við stór íslenskur fáni í hálfa stöng við inngang kirkjunnar. Veðruð kirkja böðuð skeljasandi í sementlit með einkar fallegum gluggum á langhlið. Stærð og skipan þeirra minntu mig á list Kára. Kirkjan í hamrastíl Guðjóns með rómversku yfirbragði klausturs. Hér var vel valin umgjörð um einstaka, látlausa og hlýja íslenska kveðjustund.
Athöfnin með forspili og bæn á hefðbundinn máta. Einsöngur tenórsins Gissurar Páls Gissurarsonar fyllti kór kirkjunnar. Minningarorð, þar sem presturinn lagði áherslu á hlýjuna. Andblæ vestfirska fólksins og vina. Vinabönd sem byggja brýr og traust.
Sonarsonur Kára, Dagur lék einleik á gítar. Kammerkór kirkjunnar söng. Karl Sigurbjörnsson fyrrverandi biskup jarðsöng. Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði kveðjuathöfnina með nærveru sinni og hlýhug til listamannsins.
Hlýja að vestan, samheldni, samvinna og gagnkvæm virðing fyllti loftið. Alúðin við síðustu kveðju hinna nánustu og vina sem bjuggu í borginni. Kirkjubyggingin, nesperla Guðjóns Samúelssonar undirstrikar líka gjafir listamanna í formum, litum og dráttlist. Hinum þöglu gjöfum sem tala.
Kirkjugestir að vestan og úr borginni, frá hinum ýmsum stöðum og úr ólíkum stéttum. Margar aldnar kempur, hoknar af lífsreynslu, en líka ungum mönnum sem hafa þroskað list sína í tónum og spili. Undir kaffi og veitingum mátti mæla við íslensku konuna sem oft birtist í málverkum Kára, hvöss, ákveðin og einbeitt með skoðanir. List Kára er íslensk eins og hamrar Samúelssonar.
Kári hefði getað skapað sér gott nafn í Ameríku en þangað leitaði hugur hans oft. Honum var falið að gera stórt verkefni fyrir Ólympíuleikana í Mexíkó. Oft talaði hann um listamenn í Ameríku sem brutust áfram af eigin rammleik óstuddir. Án styrkja en með stuðningi listaðdáenda. Listsköpun Kára var sjálfstæð eða frjáls eins og það heitir í dag. Hún féll ekki inn í ramma þeirra er skrifuðu myndlistagagnrýni í blöð.
Kári átti það sameiginlegt með Guðmundu Andrésdóttur að vera ekki í náðinni hjá listagagnrýnendum eða skólabókamönnum sem læra listasögu. Neikvæð gagnrýni og niðurrif tóku á Kára Eiríksson, þótt hann léti ekki á því bera. Sjálfur man ég þegar ég var nemandi Guðmundu að hún málaði undurfarar abstrakt myndir. Á sama tíma voru margir abstraktmálarar talir óæðri listamenn. Þetta fundum við ungmennin þegar við nutum þess að hafa úrvalskennara í myndlist. Kennara á borð við Guðmundu Andrésdóttur og Jóhann Briem.
Það var á orði meðal aðdáenda Kára Eiríkssonar að efna ætti til yfirlitssýningar á verkum hans. Ekki væri úr vegi að sameina í eina sýningu verk Guðmundu, Jóhanns og Kára á Kjarvalsstöðum. Einstakir, gleymdir og vanmetnir listamenn sem fóru sínar eigin leiðir.
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.