Veldur hver á heldur

Spotlight-myndin um barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar hefur hlotið margvíslega umfjöllun. Í Fréttatímanum 21.janúar spyrðir aðstoðarritstjóri blaðsins Þóra Tómasdóttir hana við Landakotsskóla sem var í umsjá kaþólsku kirkjunnar. Getgátur eru hafðar uppi um að ungur prestur við kirkjuna hafi látið undir höfuð leggjast að rannsaka ásakanir á hendur skólastjóranum 1990 um barnaníð. 

Eftir nánari útlistanir klikkir blaðakonan út með að segja:" Séra Patrick er enn starfandi við kaþólsku kirkjuna." 

Býsna rætin athugasemd um vinsælan prest og á ekkert skylt við Spotlight, Óskarstilnefndu myndina. Blaðamennirnir á Boston Globe minnast hvergi á kaþólska presta á Íslandi en hefðu eflaust gert það ef sannanir hefðu legið fyrir um eitthvað misjafnt.  

Karl Blöndal aðstoðarritstjóri á Morgunblaðinu segir: Í lok mynd­ar kem­ur lang­ur listi yfir staði þar sem prest­ar kat­ólsku kirkj­unn­ar hafa orðið upp­vís­ir að barn­aníði. Reykja­vík er ekki á þeim lista, en kast­ljós fjöl­miðla hef­ur beinst að kat­ólsku kirkj­unni hér á landi vegna ásak­ana um barn­aníð í Landa­kots­skóla á sjö­unda, átt­unda og ní­unda ára­tug liðinn­ar ald­ar. Breiðavík kem­ur einnig upp í hug­ann. Um leið má velta fyr­ir sér hvort eitt­hvað sam­bæri­legt í okk­ar sam­fé­lagi í dag sé látið liggja í lág­inni sem síðar muni vekja furðu að hafi verið látið viðgang­ast.

Það er lenska á Íslandi að setja allt í samhengi við það sem er að gerast út í hinum stóra heimi við okkar litla túngarð. Ágætt sem það nær en við höfum aldrei komist inn á rauðan dregill í L.A. Hversu mikið sem okkur langar að vera í Kastljósinu. Landakotskóli var fyrir nokkrum árum gerður að séreignastofnun. Það var mikill breyting, en skólinn hefur fengið orð fyrir að vera einn besti barnaskóli á Íslandi. Kirkjan tekur breytingum eins og annað í þjóðfélaginu.

Kaþólskir prestar hafa ekki styrk frá fjölskyldum til að standa í mótbyl óbilgjarnar umræðu. Þeir hafa undirgengist strangar trúarreglur og sinna störfum sínum af trúfestu. Söfnuðurinn sem telur um tíuþúsund manns á Íslandi treystir og trúir að leiðandi prestar séu trúr köllun sinni.  

 


mbl.is Níðingsverk í skjóli kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband