25.3.2016 | 21:59
Veldur hver á heldur
Spotlight-myndin um barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar hefur hlotið margvíslega umfjöllun. Í Fréttatímanum 21.janúar spyrðir aðstoðarritstjóri blaðsins Þóra Tómasdóttir hana við Landakotsskóla sem var í umsjá kaþólsku kirkjunnar. Getgátur eru hafðar uppi um að ungur prestur við kirkjuna hafi látið undir höfuð leggjast að rannsaka ásakanir á hendur skólastjóranum 1990 um barnaníð.
Eftir nánari útlistanir klikkir blaðakonan út með að segja:" Séra Patrick er enn starfandi við kaþólsku kirkjuna."
Býsna rætin athugasemd um vinsælan prest og á ekkert skylt við Spotlight, Óskarstilnefndu myndina. Blaðamennirnir á Boston Globe minnast hvergi á kaþólska presta á Íslandi en hefðu eflaust gert það ef sannanir hefðu legið fyrir um eitthvað misjafnt.
Karl Blöndal aðstoðarritstjóri á Morgunblaðinu segir: Í lok myndar kemur langur listi yfir staði þar sem prestar katólsku kirkjunnar hafa orðið uppvísir að barnaníði. Reykjavík er ekki á þeim lista, en kastljós fjölmiðla hefur beinst að katólsku kirkjunni hér á landi vegna ásakana um barnaníð í Landakotsskóla á sjöunda, áttunda og níunda áratug liðinnar aldar. Breiðavík kemur einnig upp í hugann. Um leið má velta fyrir sér hvort eitthvað sambærilegt í okkar samfélagi í dag sé látið liggja í láginni sem síðar muni vekja furðu að hafi verið látið viðgangast.
Það er lenska á Íslandi að setja allt í samhengi við það sem er að gerast út í hinum stóra heimi við okkar litla túngarð. Ágætt sem það nær en við höfum aldrei komist inn á rauðan dregill í L.A. Hversu mikið sem okkur langar að vera í Kastljósinu. Landakotskóli var fyrir nokkrum árum gerður að séreignastofnun. Það var mikill breyting, en skólinn hefur fengið orð fyrir að vera einn besti barnaskóli á Íslandi. Kirkjan tekur breytingum eins og annað í þjóðfélaginu.
Kaþólskir prestar hafa ekki styrk frá fjölskyldum til að standa í mótbyl óbilgjarnar umræðu. Þeir hafa undirgengist strangar trúarreglur og sinna störfum sínum af trúfestu. Söfnuðurinn sem telur um tíuþúsund manns á Íslandi treystir og trúir að leiðandi prestar séu trúr köllun sinni.
Níðingsverk í skjóli kirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.