Kínverskir ferðamenn á tunglinu?

Ekki er hægt að ásaka ferðamenn fyrir glannaskap. Menn sem ekki þekkja hætturnar og lesa ekki skilti á ensku. Eina vitið þegar í óefni var komið að fylgja ráðum lögreglunar. Lítt áberandi skilti og hindranir sem ekki halda ferðamönnum frá hljóta að vera mistök.

Lögregla og björgunarmenn sjá best afleiðingarnar og geta ráðlagt heilt. Að tala í síma í akstri er áhætta sem menn taka, þar eru flestir upplýstir um afleiðingarnar. Við Reynisfjöru og Gullfoss eru menn á gráu svæði ef ekki eru haldbærar og tryggar öryggisráðstafanir.

Kínverjum þykja Vesturlönd spennandi sem ferðamannalönd. Eftirvæntingar þeirra eru miklar að koma til ómegnaðra eyju með fisk úr óspilltum sjó. Hafaldan við Atlantshafið getur verið eins og óargadýr, tignarleg en hættuleg sem eldspúandi dreki. 

 

 

 

 


mbl.is „Það varð dauðaslys“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bæði austan hafs og vestan eru lokanir teknar alvarlega. Ef einhver brýtur í bága við slíkar lokanir er hann samstundis handsamaður af lögreglu og þarf að greiða stóra sekt til að komast aftur út á götu. Við þetta sjónarmið eru flestir erlendir ferðamenn sem hingað koma, uppaldir. Það er því undarlegt að þeir telji sig geta hundsað allt slíkt hér á landi.

Kannski þarf að sýna meiri festu af hálfu okkar í þessu máli. Það er engum greiði gerður með því að horfa með blynda auganu á þegar ferðafólk stefnir sér í voða.

Með sama áframhaldi mun Ísland öðlast þann sess að teljast með hættulegust löndum í heimi, fyrir ferðafólk.

Gunnar Heiðarsson, 14.2.2016 kl. 12:41

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Á Spáni eru veifur í mismunandi litum við baðstrendur, allt eftir hættustigi.  Bílstjórar og fararstjórar hópferðabíla þyrftu að vera eins og skipstjórar með farþega. Setja þá ekki út á hættusvæði nema að fyllsta öryggis sé gætt. Sveitastjórnarmenn og ferðamannayfirvöld hljóta að bera ábyrgð þegar þau gera stór bílastæði á ferðamannastöðum. Húseigendur bera talsverða ábyrgð á grýlukertum sem valda hættu.

Eflaust eru til mælikvarðar um hættustig ferðamannastaða eins og annað. Löggjafinn þarf að koma með lög og reglugerðir um tryggingar þeirra sem fara í óbyggðir á öllum árstíma. Sjálfur tók ég mig á þegar ég var stöðvaður við að tala í síma í akstri. Viðurkenndi fúslega yfirsjón mína og lögreglan virtist hissa. Átak hennar virtist skila árangri um daginn, öllum líður betur með það. 

Sigurður Antonsson, 14.2.2016 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband